Fordæmalausar aðgerðir í sögu lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir áætlanir yfirvalda um samkomubann vegna kórónuveirunnar á fundi í dag. Vísir/vilhelm Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjöldi viðskiptavina verslana verður takmarkað en forusta almannavarna treystir á almenna skynsemi fólks við framkvæmd reglnanna. Það dró til stórtíðinda á fréttamannafundi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðherra ásamt framvarðasveit almannavarnakerfisins í ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir sagði aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir þar sem stjórnvöld hefðu fylgdu ráðum og leiðbeiningum helstu sérfræðinga. „Þau tímamót hafa nú orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra erindi með tillögu um samkomubann. En þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er lögð til,“ sagði Katrín. Markmiðið væri eins og hingað til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, koma í veg fyrir að faraldurinn gengi of hratt yfir, standa vörð um þá sem væru útsettastir fyrir sýkingu og tryggja að heilbrigðiskerfið standist þetta álag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að samkomubannið tæki gildi á miðnætti næst komandi sunnudag. „Með takmörkun er þá átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman. Slíkir viðburðir verða þar með óheimilir,“ sagði Svandís. Á fámennari mannamótum en hundrað verði tryggt að það séu að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks. Þessar hömlur gilda í fjórar vikur en lögð er áhersla á að þær áætlanir geti breyst. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði samkomubannið einnig ná til skólakerfisins. „Við erum að gera það sem þarf. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að loka tímabundið framhaldsskólum og háskólum. Starf leikskóla og grunnskóla verður heimilt samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga,“ sagði Lilja. Framhaldsskólarnir og háskólarnir muni bjóða upp á fjarkennslu á meðan þeir væru lokaðir. Treysta á almenna skynsemi fólks Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðirnar ná til alls samfélagsins, vinnustaða og menningarstofnana þó ekki til Keflavíkurflugvallar og hafna landsins, þótt þar gildi varúðarreglur einnig. „Verslanir eru ekki undanskildar í þessu.“ Þannig að það verður takmarkað hvað margir geta farið inn í stórar verslanir til dæmis? „Já, samkvæmt þessum tillögum þá er það þannig,“ sagði Þórólfur. Boð og bönn réðu því ekki hver útkoman verði heldur hvernig hvern og einn hagaði sér. Forsætisráðherra sagði margt forystufólk í samfélaginu sem væri treystandi til að kynna sér tilmælin og leita sér ráðlegginga hjá heilbrigðisyfirvöldum. „Það verður ekki lögregla við stórmarkaði. Heldur treystum við á fólkið í landinu til að framfylgja þessu, segir Katrín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði fólk meðal annars þurfa að meta hvort ferðir þeirra og samkomur hefðu áhrif á þá sem veikastir væru fyrir í kringum það. „Við bara treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir. Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast einhver örtröð í búðum og við höfum fréttir af því núna að það sé mjög mikið að gera í verslunum. Það eru til nógar vörur í landinu, það er til nóg af mat. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46 Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjöldi viðskiptavina verslana verður takmarkað en forusta almannavarna treystir á almenna skynsemi fólks við framkvæmd reglnanna. Það dró til stórtíðinda á fréttamannafundi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðherra ásamt framvarðasveit almannavarnakerfisins í ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir sagði aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir þar sem stjórnvöld hefðu fylgdu ráðum og leiðbeiningum helstu sérfræðinga. „Þau tímamót hafa nú orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra erindi með tillögu um samkomubann. En þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er lögð til,“ sagði Katrín. Markmiðið væri eins og hingað til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, koma í veg fyrir að faraldurinn gengi of hratt yfir, standa vörð um þá sem væru útsettastir fyrir sýkingu og tryggja að heilbrigðiskerfið standist þetta álag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að samkomubannið tæki gildi á miðnætti næst komandi sunnudag. „Með takmörkun er þá átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman. Slíkir viðburðir verða þar með óheimilir,“ sagði Svandís. Á fámennari mannamótum en hundrað verði tryggt að það séu að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks. Þessar hömlur gilda í fjórar vikur en lögð er áhersla á að þær áætlanir geti breyst. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði samkomubannið einnig ná til skólakerfisins. „Við erum að gera það sem þarf. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að loka tímabundið framhaldsskólum og háskólum. Starf leikskóla og grunnskóla verður heimilt samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga,“ sagði Lilja. Framhaldsskólarnir og háskólarnir muni bjóða upp á fjarkennslu á meðan þeir væru lokaðir. Treysta á almenna skynsemi fólks Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðirnar ná til alls samfélagsins, vinnustaða og menningarstofnana þó ekki til Keflavíkurflugvallar og hafna landsins, þótt þar gildi varúðarreglur einnig. „Verslanir eru ekki undanskildar í þessu.“ Þannig að það verður takmarkað hvað margir geta farið inn í stórar verslanir til dæmis? „Já, samkvæmt þessum tillögum þá er það þannig,“ sagði Þórólfur. Boð og bönn réðu því ekki hver útkoman verði heldur hvernig hvern og einn hagaði sér. Forsætisráðherra sagði margt forystufólk í samfélaginu sem væri treystandi til að kynna sér tilmælin og leita sér ráðlegginga hjá heilbrigðisyfirvöldum. „Það verður ekki lögregla við stórmarkaði. Heldur treystum við á fólkið í landinu til að framfylgja þessu, segir Katrín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði fólk meðal annars þurfa að meta hvort ferðir þeirra og samkomur hefðu áhrif á þá sem veikastir væru fyrir í kringum það. „Við bara treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir. Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast einhver örtröð í búðum og við höfum fréttir af því núna að það sé mjög mikið að gera í verslunum. Það eru til nógar vörur í landinu, það er til nóg af mat. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46 Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29
Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46
Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25