Leclerc brunar á Ferrari SF90 í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. maí 2020 07:00 Leclerc fagnar. vísir/getty Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976. Við tökurnar ók Leclerc Ferrari SF 90 Stradale hybrid, sem er 986 hestafla V8 tvinnbíll með tvær forþjöppur. Þokkalegt afl. Myndin er væntanleg í júní. Verkefnið er unnið í samvinnu við upprunalegan leikstjóra hinnar umdeildu myndar, Claude Lelouch. Hafi lesendur ekki séð upprunalegu myndina má finna hana hér að neðan. Hún gerist eldsnemma á sunnudagsmorgni í ágúst 1976. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Lelouch festi myndavél framan á Mercedens-Benz 450SEL, með 6,9 lítra vél. Hann ók svo af stað á ógnarhraða í gegnum París. Hann sagði einungis tveimur einstaklingum frá fyrirætlan sinni, kærustunni sinni sem hann hitti á hápunkti myndarinnar og aðstoðarmanni sem var með talstöð til að vara við á blindhornum. Ekkert sést í bílinn í myndinni en Lelouch setti yfir myndina hljóð úr sínum eigin Ferrari 275GTB með V12 vél. Lelouch náði um 200 km/klst. í París þar sem engar götur voru lokaðar. Eins fór Lelouch yfir nokkur rauð ljós. Þrátt fyrir að ekki sjáist í bíl í myndinni tengdi fólk hana strax við Ferrari hljóðsins vegna, slíkt hefur leitt til þeirrar endurgerðar sem Leclerc tekur þátt í að gera sem Ferrari ökumaður. Myndin vakti því afar mikla athygli þegar hún birtist fyrst. Hún féll alls ekki í kramið hjá mörgum sem fannst uppátækið afar vafasamt. Formúla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976. Við tökurnar ók Leclerc Ferrari SF 90 Stradale hybrid, sem er 986 hestafla V8 tvinnbíll með tvær forþjöppur. Þokkalegt afl. Myndin er væntanleg í júní. Verkefnið er unnið í samvinnu við upprunalegan leikstjóra hinnar umdeildu myndar, Claude Lelouch. Hafi lesendur ekki séð upprunalegu myndina má finna hana hér að neðan. Hún gerist eldsnemma á sunnudagsmorgni í ágúst 1976. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Claude Lelouch festi myndavél framan á Mercedens-Benz 450SEL, með 6,9 lítra vél. Hann ók svo af stað á ógnarhraða í gegnum París. Hann sagði einungis tveimur einstaklingum frá fyrirætlan sinni, kærustunni sinni sem hann hitti á hápunkti myndarinnar og aðstoðarmanni sem var með talstöð til að vara við á blindhornum. Ekkert sést í bílinn í myndinni en Lelouch setti yfir myndina hljóð úr sínum eigin Ferrari 275GTB með V12 vél. Lelouch náði um 200 km/klst. í París þar sem engar götur voru lokaðar. Eins fór Lelouch yfir nokkur rauð ljós. Þrátt fyrir að ekki sjáist í bíl í myndinni tengdi fólk hana strax við Ferrari hljóðsins vegna, slíkt hefur leitt til þeirrar endurgerðar sem Leclerc tekur þátt í að gera sem Ferrari ökumaður. Myndin vakti því afar mikla athygli þegar hún birtist fyrst. Hún féll alls ekki í kramið hjá mörgum sem fannst uppátækið afar vafasamt.
Formúla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent