Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 11:07 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39