Agla María hyggst klára námið og vanda valið fyrir atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 23:00 Agla María Albertsdóttir sækir að Hallberu Guðnýju Gísladóttur í leik Breiðabliks og Vals í fyrra. Liðin mættust í kvöld þar sem Hallbera tryggði Val 2-1 sigur í æfingaleik. VÍSIR/DANÍEL „Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti