Tvíburasystur eiga von á börnum með dags millibili Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 22:32 Steinunn og Stefanía munu báðar eignast börn í byrjun desember. Þær eru spenntar fyrir komandi mánuðum og hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. Facebook Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía. Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía.
Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira