Rifjar upp björgunaraðgerðirnar á Haítí: „Maður grét þegar maður kom út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 14:31 Gísli Rafn var meðal þeirra sem fóru til Haítí sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. EPA/ORLANDO BARRIA „Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“ Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
„Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“
Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30