Móðurmál: „Hvar endar þetta? Þú ert bara að springa!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. júní 2020 22:13 Drífa segist hafa undirbúið sig fyrir fæðinguna með því að gera jóga, syngja möntrur og huga vel að andlegri heilsu. Drífa starfar sem jógakennari og á og rekur Jógastúdíó í Ánanaustum. Aðsend mynd „Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstaklega vel í eigin skinni“, segir Drífa Atladóttir, í viðtalsliðnum Móðurmáli, þegar hún talar um þyngdaraukningu á meðgöngu og óþarfa athugasemdir fólks á útlit og líkama óléttra kvenna. Drífa eignaðist sitt annað barn í ágúst á síðasta ári með kærasta sínum Stefáni Tandra en Drífa starfar sem jógakennari í Jógastúdíó sem hún á og rekur. Þegar hún er spurð hvernig áhrif samkomubannið hafði á fæðingarorlofið og reksturinn sagði hún að þrátt fyrir óvissuna þá hafi hún litið á björtu hliðarnar. Drífa segir samkomubannið hafa verið hálfgerða framlengingu á fæðingarorlofinu og hún hafi náð að líta á björtu hliðarnar. Aðsend mynd Í rauninni fannst mér það ágætt því það var búið að vera mikið að gera hjá mér alveg frá því að dóttir mín fæddist. En það er oft þannig að þegar maður rekur fyrirtæki að þá ertu alltaf í vinnunni og lítið um frítíma. Nú gat ég bara slakað á því það var ekkert annað sem ég „átti“ að vera að gera. Fjölskyldan var í langþráðu fjölskyldufríi á Kanarí þegar COVID-19 faraldurinn var að byrja á Íslandi og þurftu þau að flýta heimkomunni. „Við ætluðum að vera í þrjár vikur en fórum heim nokkrum dögum fyrr þar sem ferðaskrifstofan vildi koma öllum heim vegna óvissu um lokun landamæranna, en þá hafði útgöngubann verið sett á. Við fundum þó lítið fyrir því þar sem við vorum í húsi og gátum verið í garðinum og haft það næs í sólinni“. Kjalar, eldri sonur Drífu og Tandra, að njóta sólarinnar á Kanarí. Aðsend mynd „Við fórum beint í sóttkví þegar við komum heim svo að við tók tveggja vikna partý þar sem við gerðum okkar besta til að hafa ofan af fyrir orkumiklum þriggja ára syni okkar. Sóttkvíin lengdist svo um þrjá daga þar sem kærastinn minn veiktist á 14. degi og við þurftum að bíða eftir niðurstöðum úr skimun“. Drífa viðurkennir að þá hafi aðeins verið farið að reyna á þolmörkin því þarna hafi þau verið búin að vera öll saman, alla daga, allan daginn í fimm vikur. Samkomubannið framlenging á orlofinu „Þegar við komum heim hefði ég átt að vera að klára orlofið og byrja aftur að kenna en auðvitað var allt lokað. Ég hélt þá áfram að sinna því sem sinna þurfti að heiman og gat haldið áfram að njóta þess að vera með litlu stelpuna mína“. Drífa segir að þó að það hafi verið erfitt að loka Jógastúdíóinu vegna samkomubanns hafi hún tekið því með miklu æðruleysi. Kærastinn minn er búinn að vera í fullri vinnu eftir sóttkvínna og strákurinn meira og minna í leikskólanum svo í raun fékk ég bara smá framlengingu á fæðingarorlofinu. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við mamma fórum til Boston til að kaupa jólagjafir og hafa það næs saman. Ég var mjög þreytt alla ferðina, var alltaf komin uppí rúm klukkan átta og bara frekar ólík sjálfri mér. Ég hélt að þetta væri bara tímamismunurinn, flugþreyta og almenn mömmuþreyta sem gerir oft vart við sig þegar maður loksins sleppur í burt frá heimilinu. Ég ætlaði bara að reyna að hrista þetta af mér en svo var bara laumufarþegi um borð. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið illa alveg fyrstu fjóra mánuðina, alltaf flökurt með brjóstssviða og rosalega þreytt. Mig langaði helst að liggja í sófanum með pizzu, snakk og sódavatn alla daga. Ég var í rauninni meira og minna þannig alla meðgönguna. Eitthvað sem kom á óvart við sjálfa meðgönguna? Nei í rauninni ekkert þannig nema að mér fannst hún töluvert þyngri en fyrri meðgangan. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég þyngdist mikið fyrstu fjóra mánuðina. Ég borða vanalega nokkuð hollan mat en mig langaði bara í pizzur, pasta, samlokur og nammi. Svo að á þessum tíma meðgöngunnar voru kílóin fljót að koma. Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstakelga vel í eigin skinni. Ég er yfirleitt frekar nett og vanalega með lítil brjóst. Þarna var ég komin með svaka brjóst og góðan rass sem mér finnst oftast mjög sexy en mér fannst ég bara ekki bera það vel. Svo er ótrúlegt hvað fólk er „duglegt“ við það að kommenta á útlit og líkama óléttra kvenna. „Vá hvað þú ert með stóra kúlu. Hvar endar þetta? Bíddu, ertu ekki komin lengra? Þú ert bara að springa!“ Óneitanlega hafði þetta áhrif á sjálfsmyndina mína en ég keypti mér bara stærri kjóla og hélt áfram að borða. Það er aldrei eins gott að borða eins og þegar maður er óléttur. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara nokkuð vel. Ég hitti ljósurnar á heilsugæslunni reyndar ekki nema þrisvar sinnum þar sem þetta var önnur meðganga og allt hafði gengið vel á þeirri fyrri. Við vildum eiga í Björkinni svo að frá viku 34 sáu þær alfarið um okkur. Þær eru algjörir snillingar. Ég mæli svo 100% með því að vera hjá þeim ef mæður hafa möguleika á því. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, kolvetni, ég elskaði kolvetni. Geri það svo sem alltaf en hafði enga stjórn á meðgöngunni. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Það var erfiðara núna en á fyrra barnið en við vorum þó nokkuð sammála svo að þetta tókst átakalaust. Ég fann svo að þetta var rétt nafn um leið og ég fékk hana í fangið. Forréttindi að fá að eignast barn Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Þreytan og það að geta ekki sinnt stráknum mínum eins og ég hefði viljað. Mér fannst ég ekki besta mamman á þessum tíma. Ég var ein með hann þegar leikskólinn fór í sumarfrí og gat lítið annað gert en að fara í sund með honum til skemmtunar. En það er sem betur fer nægur tími til að bæta honum það upp. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin finnst mér meðgangan ekkert sérstaklega skemmtilegur tími. Ég verð mjög ólík sjálfri mér og líður ekki alveg nógu vel í eigin skinni. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Það eru auðvitað algjör forréttindi að fá að fylgjast með manneskju verða til inni í sér og algjörlega mögnuð upplifun. Fyrir það er ég ótrúlega þakklát. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið þegar ég var ólétt af eldra barninu okkar en hann er tveggja og hálfs árs. Mér fannst það mjög hjálplegt og gott en okkur fannst við ekki þurfa að fara aftur. Ég undirbjó samt sjálfa mig með því að gera jóga, syngja möntrur og huga vel að andlegri heilsu. Svo var það bara að gera allt klárt á heimilinu fyrir litla krílið, rúm, samfellur, bleyjur og þetta helsta. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingin sjálf gekk mjög vel. Ég var komin níu daga fram yfir og orðin frekar þreytt. Grindin hafði verið að plaga mig frá 38. viku svo að ég gat varla gengið. Ég fór að hitta ljósuna mína á Björkinni þar sem ég fór í nálastungumeðferð og hreyft var við belgnum. Hún ráðlagði mér að fara til kírópraktors og komst ég að hjá honum samdægurs. Ég fór svo heim, tók á móti stráknum okkar úr leikskólanum og við borðuðum saman. Um sjö fann ég svo fyrir mikilli þreytu og fór í bað. Ég kom aðeins uppúr til að kyssa og knúsa strákinn minn góða nótt en fann svo að mig langaði bara aftur ofan í. Það létti mjög á grindinni og ég lá þar alveg í klukkutíma áður en verkirnir byrjuðu. Panikk ástand rétt fyrir brottför Kærastinn minn reyndi að fá mig upp úr baðinu en ég harðneitaði. Verkirnir urðu strax harðir og lítil pása á milli hríða. Eftir þetta gerðist allt svo ótrúlega hratt. Við hringdum í ljósuna okkar og hún ætlaði að koma. En svo þurftum við að hringja í hana 30 mínútum seinna til að segja henni að við þurftum að komast upp á fæðingarstofu. Tandri hringdi þá strax í mömmu til að koma að passa en hún svaraði ekki. Hann hringdi þá í vinkonu mína sem bjó í næstu götu en hún svaraði ekki heldur. Þá kom upp smá panikk ástand. Hann var hlaupandi á milli mín og stráksins, sem var alltaf að rumska út af látunum í mér. Mamma hringdi sem betur fer fljótt aftur og lagði strax af stað. Tandri náði þá loksins að drösla mér upp úr baðinu og setja mig í náttslopp. Um leið og mamma kom brunuðum við af stað. Sem betur fer var bílferðin stutt því verkirnir voru miklir og mér var rosalega flökurt. Ég sat óandi og emjandi í náttslopp í framsætinu, ennþá blaut eftir baðið og með stóra skál í fanginu ef ég skyldi þurfa að kasta upp. Þetta er auðvitað mjög fyndið svona eftir á. Við komum upp á fæðingarstofu rétt fyrir miðnætti og ljósurnar voru byrjaðar að láta renna í pottinn. Þar var ég svo í rétt rúman klukkutíma áður en litla daman mætti svo í heiminn. Ég náði að anda mig ótrúlega vel í gegnum hríðarnar og slaka vel á á milli svo að fæðingin gekk eiginlega bara lygilega vel. Þreyttur pabbi í sófakúri. Aðsend mynd Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Óútskýranleg. Þetta er best í heimi. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað þetta er ógeðslega vont. En sem betur fer gleymir maður því fljótt því annars myndi maður aldrei eignast annað. Svo er bara svo ólýsanleg tilfinning að fá barnið í fangið. Þetta breytir einhvernveginn allri sýn manns á lífið. Móa, 9 mánaða.Aðsend mynd Fenguð þið að vita kynið? Nei, í hvorugt skiptið. Þegar ég gekk með eldra barnið vorum við alveg 100% á því að það væri strákur, sem var svo rétt. Tilfinningin var ekki jafn sterk núna en í laumi talaði ég við stelpuna í bumbunni. Hvort að það hafi verið óskhyggja eða tilfinning veit ég ekki. Mikil tíska í öllu sem tengt er börnum Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Ég held að upplýsingarflæðið sé orðið nokkuð gott í dag. Það er hægt að nálgast mjög flottar upplýsingar á netinu og svarar ljosmodir.is mörgum spuringum. Að sama skapi held ég að konur í dag séu orðnar mun opnari varðandi allt sem fylgir meðgöngu og fæðingu. Það er í lagi að upplifa allskonar og spyrja um allt án þess að neinn dæmi. Finnst þér vera mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ég upplifði ekki pressu en auðvitað er gaman að hafa börnin fín og maður getur alveg dottið í það að skoða alltof dýr barnaföt sem þau þurfa í raun ekki á að halda. Við eigum það oft til að setja pressu á okkur sjálf en ég er nokkuð viss um að börnunum sé sama hvar fötin þeirra séu keypt eða hvaða merki þau eru. Ég leyfi mér þó alveg að kaupa dýrari hluti í og með en reyni þá að velja vel. Mér finnst notagildið mjög mikilvægt. Það er í raun alveg magnað hvað það er mikil tíska í öllu sem tengist börnum, barnavagnar, föt, rúm, dót og hvaðeina. En ég reyni að vera nýtin, notaði það sem við áttum fyrir og fékk lánað það sem ég gat. Hvernig gengur brjóstagjöfin? Brjóstagjöfin hefur alltaf gengið vel. Strákurinn minn hætti í rauninni bara sjálfur á brjósti þegar hann var um tíu mánaða. Stelpan mín er níu mánaða og hún er enn á brjósti. Ég fékk að vísu gubbupest þegar hún var um fjögurra mánaða og þá afneitaði hún brjóstinu. Það tók svo nokkra daga að koma öllu aftur í gang. Aðsend mynd Hvernig tók sonur ykkar nýja barninu? Strákurinn okkar, Kjalar, var þriggja ára þegar stelpan fæddist. Hann sýndi henni ekki mikla athygli fyrstu vikurnar en var samt ofsalega góður við hana. Hann fór svo aðeins að láta okkur foreldrana finna fyrir því sem er alveg eðlilegt þegar að það kemur ný manneskja sem þarf svona mikla athygli. Í dag er hann enn mjög góður við systur sína en auðvitað koma stundir þar sem hann er eitthvað smá afbrýðisamur, en ekkert að ráði. Drífa segir Kjalar hafa tekið litlu systur mjög vel en ekki viljað sýna henni of mikla athygli fyrst. Aðsend mynd Mamma veit best Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn? Það breytir auðvitað mjög miklu. Við þurfum að huga meira að tíma hvors annars, hvenær hægt sé að sleppa frá heimilinu og annað því um líkt. Annars erum við sterkari og nánari sem par eftir að hafa eignast börnin okkar. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mamma veit best. Hlustaðu á innsæið og fáðu hjálp og ráðleggingar þegar þú þarft á því að halda. Drífa er núna byrjuð aftur að kenna í Jógastúdíóinu eftir fæðingarolof og segir hún þau mjög heppin að geta fengið ömmur og afa til að passa á meðan hún vinnur. Mér finnst æðislega gaman að vera farin að kenna aftur enda eitt það skemmtilegasta sem ég geri. En þetta er auðvitað allt annað en níu til fimm vinna svo ég fæ ekki að sakna Móu neitt ennþá. „Móa byrjar eflaust ekki á leikskóla fyrr en í janúar, þá sautján mánaða, og þá verðum við mæðgur pottþétt báðar tilbúnar að fara meira sundur“. Drífa segir að stundum finnist henni hún vera í tvöföldu starfi. Að vinna heima með barn og svo að kenna jóga. Aðsend mynd Móðurmál Tengdar fréttir Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ „Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka,“ segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. 26. maí 2020 08:00 Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10 Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Arna Stefanía: „Það er eðlilegt að líða stundum illa og finnast þetta yfirþyrmandi“ Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstaklega vel í eigin skinni“, segir Drífa Atladóttir, í viðtalsliðnum Móðurmáli, þegar hún talar um þyngdaraukningu á meðgöngu og óþarfa athugasemdir fólks á útlit og líkama óléttra kvenna. Drífa eignaðist sitt annað barn í ágúst á síðasta ári með kærasta sínum Stefáni Tandra en Drífa starfar sem jógakennari í Jógastúdíó sem hún á og rekur. Þegar hún er spurð hvernig áhrif samkomubannið hafði á fæðingarorlofið og reksturinn sagði hún að þrátt fyrir óvissuna þá hafi hún litið á björtu hliðarnar. Drífa segir samkomubannið hafa verið hálfgerða framlengingu á fæðingarorlofinu og hún hafi náð að líta á björtu hliðarnar. Aðsend mynd Í rauninni fannst mér það ágætt því það var búið að vera mikið að gera hjá mér alveg frá því að dóttir mín fæddist. En það er oft þannig að þegar maður rekur fyrirtæki að þá ertu alltaf í vinnunni og lítið um frítíma. Nú gat ég bara slakað á því það var ekkert annað sem ég „átti“ að vera að gera. Fjölskyldan var í langþráðu fjölskyldufríi á Kanarí þegar COVID-19 faraldurinn var að byrja á Íslandi og þurftu þau að flýta heimkomunni. „Við ætluðum að vera í þrjár vikur en fórum heim nokkrum dögum fyrr þar sem ferðaskrifstofan vildi koma öllum heim vegna óvissu um lokun landamæranna, en þá hafði útgöngubann verið sett á. Við fundum þó lítið fyrir því þar sem við vorum í húsi og gátum verið í garðinum og haft það næs í sólinni“. Kjalar, eldri sonur Drífu og Tandra, að njóta sólarinnar á Kanarí. Aðsend mynd „Við fórum beint í sóttkví þegar við komum heim svo að við tók tveggja vikna partý þar sem við gerðum okkar besta til að hafa ofan af fyrir orkumiklum þriggja ára syni okkar. Sóttkvíin lengdist svo um þrjá daga þar sem kærastinn minn veiktist á 14. degi og við þurftum að bíða eftir niðurstöðum úr skimun“. Drífa viðurkennir að þá hafi aðeins verið farið að reyna á þolmörkin því þarna hafi þau verið búin að vera öll saman, alla daga, allan daginn í fimm vikur. Samkomubannið framlenging á orlofinu „Þegar við komum heim hefði ég átt að vera að klára orlofið og byrja aftur að kenna en auðvitað var allt lokað. Ég hélt þá áfram að sinna því sem sinna þurfti að heiman og gat haldið áfram að njóta þess að vera með litlu stelpuna mína“. Drífa segir að þó að það hafi verið erfitt að loka Jógastúdíóinu vegna samkomubanns hafi hún tekið því með miklu æðruleysi. Kærastinn minn er búinn að vera í fullri vinnu eftir sóttkvínna og strákurinn meira og minna í leikskólanum svo í raun fékk ég bara smá framlengingu á fæðingarorlofinu. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við mamma fórum til Boston til að kaupa jólagjafir og hafa það næs saman. Ég var mjög þreytt alla ferðina, var alltaf komin uppí rúm klukkan átta og bara frekar ólík sjálfri mér. Ég hélt að þetta væri bara tímamismunurinn, flugþreyta og almenn mömmuþreyta sem gerir oft vart við sig þegar maður loksins sleppur í burt frá heimilinu. Ég ætlaði bara að reyna að hrista þetta af mér en svo var bara laumufarþegi um borð. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið illa alveg fyrstu fjóra mánuðina, alltaf flökurt með brjóstssviða og rosalega þreytt. Mig langaði helst að liggja í sófanum með pizzu, snakk og sódavatn alla daga. Ég var í rauninni meira og minna þannig alla meðgönguna. Eitthvað sem kom á óvart við sjálfa meðgönguna? Nei í rauninni ekkert þannig nema að mér fannst hún töluvert þyngri en fyrri meðgangan. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég þyngdist mikið fyrstu fjóra mánuðina. Ég borða vanalega nokkuð hollan mat en mig langaði bara í pizzur, pasta, samlokur og nammi. Svo að á þessum tíma meðgöngunnar voru kílóin fljót að koma. Ég bjóst ekki við því að það myndi hafa svona mikil áhrif á mig en mér leið ekkert sérstakelga vel í eigin skinni. Ég er yfirleitt frekar nett og vanalega með lítil brjóst. Þarna var ég komin með svaka brjóst og góðan rass sem mér finnst oftast mjög sexy en mér fannst ég bara ekki bera það vel. Svo er ótrúlegt hvað fólk er „duglegt“ við það að kommenta á útlit og líkama óléttra kvenna. „Vá hvað þú ert með stóra kúlu. Hvar endar þetta? Bíddu, ertu ekki komin lengra? Þú ert bara að springa!“ Óneitanlega hafði þetta áhrif á sjálfsmyndina mína en ég keypti mér bara stærri kjóla og hélt áfram að borða. Það er aldrei eins gott að borða eins og þegar maður er óléttur. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara nokkuð vel. Ég hitti ljósurnar á heilsugæslunni reyndar ekki nema þrisvar sinnum þar sem þetta var önnur meðganga og allt hafði gengið vel á þeirri fyrri. Við vildum eiga í Björkinni svo að frá viku 34 sáu þær alfarið um okkur. Þær eru algjörir snillingar. Ég mæli svo 100% með því að vera hjá þeim ef mæður hafa möguleika á því. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, kolvetni, ég elskaði kolvetni. Geri það svo sem alltaf en hafði enga stjórn á meðgöngunni. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Það var erfiðara núna en á fyrra barnið en við vorum þó nokkuð sammála svo að þetta tókst átakalaust. Ég fann svo að þetta var rétt nafn um leið og ég fékk hana í fangið. Forréttindi að fá að eignast barn Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Þreytan og það að geta ekki sinnt stráknum mínum eins og ég hefði viljað. Mér fannst ég ekki besta mamman á þessum tíma. Ég var ein með hann þegar leikskólinn fór í sumarfrí og gat lítið annað gert en að fara í sund með honum til skemmtunar. En það er sem betur fer nægur tími til að bæta honum það upp. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin finnst mér meðgangan ekkert sérstaklega skemmtilegur tími. Ég verð mjög ólík sjálfri mér og líður ekki alveg nógu vel í eigin skinni. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Það eru auðvitað algjör forréttindi að fá að fylgjast með manneskju verða til inni í sér og algjörlega mögnuð upplifun. Fyrir það er ég ótrúlega þakklát. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið þegar ég var ólétt af eldra barninu okkar en hann er tveggja og hálfs árs. Mér fannst það mjög hjálplegt og gott en okkur fannst við ekki þurfa að fara aftur. Ég undirbjó samt sjálfa mig með því að gera jóga, syngja möntrur og huga vel að andlegri heilsu. Svo var það bara að gera allt klárt á heimilinu fyrir litla krílið, rúm, samfellur, bleyjur og þetta helsta. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingin sjálf gekk mjög vel. Ég var komin níu daga fram yfir og orðin frekar þreytt. Grindin hafði verið að plaga mig frá 38. viku svo að ég gat varla gengið. Ég fór að hitta ljósuna mína á Björkinni þar sem ég fór í nálastungumeðferð og hreyft var við belgnum. Hún ráðlagði mér að fara til kírópraktors og komst ég að hjá honum samdægurs. Ég fór svo heim, tók á móti stráknum okkar úr leikskólanum og við borðuðum saman. Um sjö fann ég svo fyrir mikilli þreytu og fór í bað. Ég kom aðeins uppúr til að kyssa og knúsa strákinn minn góða nótt en fann svo að mig langaði bara aftur ofan í. Það létti mjög á grindinni og ég lá þar alveg í klukkutíma áður en verkirnir byrjuðu. Panikk ástand rétt fyrir brottför Kærastinn minn reyndi að fá mig upp úr baðinu en ég harðneitaði. Verkirnir urðu strax harðir og lítil pása á milli hríða. Eftir þetta gerðist allt svo ótrúlega hratt. Við hringdum í ljósuna okkar og hún ætlaði að koma. En svo þurftum við að hringja í hana 30 mínútum seinna til að segja henni að við þurftum að komast upp á fæðingarstofu. Tandri hringdi þá strax í mömmu til að koma að passa en hún svaraði ekki. Hann hringdi þá í vinkonu mína sem bjó í næstu götu en hún svaraði ekki heldur. Þá kom upp smá panikk ástand. Hann var hlaupandi á milli mín og stráksins, sem var alltaf að rumska út af látunum í mér. Mamma hringdi sem betur fer fljótt aftur og lagði strax af stað. Tandri náði þá loksins að drösla mér upp úr baðinu og setja mig í náttslopp. Um leið og mamma kom brunuðum við af stað. Sem betur fer var bílferðin stutt því verkirnir voru miklir og mér var rosalega flökurt. Ég sat óandi og emjandi í náttslopp í framsætinu, ennþá blaut eftir baðið og með stóra skál í fanginu ef ég skyldi þurfa að kasta upp. Þetta er auðvitað mjög fyndið svona eftir á. Við komum upp á fæðingarstofu rétt fyrir miðnætti og ljósurnar voru byrjaðar að láta renna í pottinn. Þar var ég svo í rétt rúman klukkutíma áður en litla daman mætti svo í heiminn. Ég náði að anda mig ótrúlega vel í gegnum hríðarnar og slaka vel á á milli svo að fæðingin gekk eiginlega bara lygilega vel. Þreyttur pabbi í sófakúri. Aðsend mynd Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Óútskýranleg. Þetta er best í heimi. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað þetta er ógeðslega vont. En sem betur fer gleymir maður því fljótt því annars myndi maður aldrei eignast annað. Svo er bara svo ólýsanleg tilfinning að fá barnið í fangið. Þetta breytir einhvernveginn allri sýn manns á lífið. Móa, 9 mánaða.Aðsend mynd Fenguð þið að vita kynið? Nei, í hvorugt skiptið. Þegar ég gekk með eldra barnið vorum við alveg 100% á því að það væri strákur, sem var svo rétt. Tilfinningin var ekki jafn sterk núna en í laumi talaði ég við stelpuna í bumbunni. Hvort að það hafi verið óskhyggja eða tilfinning veit ég ekki. Mikil tíska í öllu sem tengt er börnum Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Ég held að upplýsingarflæðið sé orðið nokkuð gott í dag. Það er hægt að nálgast mjög flottar upplýsingar á netinu og svarar ljosmodir.is mörgum spuringum. Að sama skapi held ég að konur í dag séu orðnar mun opnari varðandi allt sem fylgir meðgöngu og fæðingu. Það er í lagi að upplifa allskonar og spyrja um allt án þess að neinn dæmi. Finnst þér vera mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ég upplifði ekki pressu en auðvitað er gaman að hafa börnin fín og maður getur alveg dottið í það að skoða alltof dýr barnaföt sem þau þurfa í raun ekki á að halda. Við eigum það oft til að setja pressu á okkur sjálf en ég er nokkuð viss um að börnunum sé sama hvar fötin þeirra séu keypt eða hvaða merki þau eru. Ég leyfi mér þó alveg að kaupa dýrari hluti í og með en reyni þá að velja vel. Mér finnst notagildið mjög mikilvægt. Það er í raun alveg magnað hvað það er mikil tíska í öllu sem tengist börnum, barnavagnar, föt, rúm, dót og hvaðeina. En ég reyni að vera nýtin, notaði það sem við áttum fyrir og fékk lánað það sem ég gat. Hvernig gengur brjóstagjöfin? Brjóstagjöfin hefur alltaf gengið vel. Strákurinn minn hætti í rauninni bara sjálfur á brjósti þegar hann var um tíu mánaða. Stelpan mín er níu mánaða og hún er enn á brjósti. Ég fékk að vísu gubbupest þegar hún var um fjögurra mánaða og þá afneitaði hún brjóstinu. Það tók svo nokkra daga að koma öllu aftur í gang. Aðsend mynd Hvernig tók sonur ykkar nýja barninu? Strákurinn okkar, Kjalar, var þriggja ára þegar stelpan fæddist. Hann sýndi henni ekki mikla athygli fyrstu vikurnar en var samt ofsalega góður við hana. Hann fór svo aðeins að láta okkur foreldrana finna fyrir því sem er alveg eðlilegt þegar að það kemur ný manneskja sem þarf svona mikla athygli. Í dag er hann enn mjög góður við systur sína en auðvitað koma stundir þar sem hann er eitthvað smá afbrýðisamur, en ekkert að ráði. Drífa segir Kjalar hafa tekið litlu systur mjög vel en ekki viljað sýna henni of mikla athygli fyrst. Aðsend mynd Mamma veit best Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn? Það breytir auðvitað mjög miklu. Við þurfum að huga meira að tíma hvors annars, hvenær hægt sé að sleppa frá heimilinu og annað því um líkt. Annars erum við sterkari og nánari sem par eftir að hafa eignast börnin okkar. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mamma veit best. Hlustaðu á innsæið og fáðu hjálp og ráðleggingar þegar þú þarft á því að halda. Drífa er núna byrjuð aftur að kenna í Jógastúdíóinu eftir fæðingarolof og segir hún þau mjög heppin að geta fengið ömmur og afa til að passa á meðan hún vinnur. Mér finnst æðislega gaman að vera farin að kenna aftur enda eitt það skemmtilegasta sem ég geri. En þetta er auðvitað allt annað en níu til fimm vinna svo ég fæ ekki að sakna Móu neitt ennþá. „Móa byrjar eflaust ekki á leikskóla fyrr en í janúar, þá sautján mánaða, og þá verðum við mæðgur pottþétt báðar tilbúnar að fara meira sundur“. Drífa segir að stundum finnist henni hún vera í tvöföldu starfi. Að vinna heima með barn og svo að kenna jóga. Aðsend mynd
Móðurmál Tengdar fréttir Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ „Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka,“ segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. 26. maí 2020 08:00 Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10 Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Arna Stefanía: „Það er eðlilegt að líða stundum illa og finnast þetta yfirþyrmandi“ Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Föðurland: „Fáránlegt að snuða unga foreldra um fæðingarorlof, feður ættu að fá lengri tíma“ „Það er nauðsynlegt fyrir feður að taka sér fæðingarorlof. Ég hef náð að tengjast börnunum mínum ótrúlega vel og ég tel að það sé að miklu leyti fæðingarorlofinu að þakka,“ segir Arnaldur Grétarsson í viðtalsliðnum Föðurland. 26. maí 2020 08:00
Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00