Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 12:11 Konurnar í kórnum munu byrja á að syngja á austustu einbreiðu brú sýslunnar í Lóni snemma morguns laugardaginn 13. júní og síðan munu þær syngja sig í vesturátt og enda á vestustu brúnni í Öræfum. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson. Úr einkasafni kórsins. Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær. Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær.
Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira