Pepsi Max kvenna eftir 4 daga: Meistarar meistaranna hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 13:00 Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, sækir Meistara meistaranna bikarinn á borðið undir hvatningu frá Guðna Bergssyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Haraldur Guðjónsson Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Selfosskonur unnu sinn fyrsta stóra titil síðasta haust þegar þær urðu bikarmeistarar á Laugardalsvellinum. Um helgina fóru þær aftur í góða ferð í höfuðborgina og höfðu með sér til baka á Suðurlandið sjálfan Meistarabikar KSÍ. Selfoss varð meistari meistaranna eftir 2-1 endurkomusigur á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ og það á þeirra eigin heimavelli á Hlíðarenda. Fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Selfoss með laglegu langskoti í seinni hálfleik. Selfosskonur hafa ekkert farið leynt með markmið sín í sumar og segjast hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Þessi sigur á Val gerir ekkert annað en að styðja við þau háleitu markmið. Það fylgir hins vegar máli að það hefur ekki boðað gott að verða meistari meistaranna í kvennaflokki undanfarin ár. Það þarf meira að segja að fara heil tíu ár aftur í tímann til að vinna lið sem fylgdi eftir sigri í Meistarakeppni KSÍ um vorið með Íslandsmeistaratitli um haustið. Síðasta liðið til að vinna báða þessa titla á sama ári var Valsliðið sumarið 2010. Valsliðið var þá með langbesta liðið og vann deildina með átta stigum og bikarkeppnina að auki. Undanfarin níu tímabil hefur liðið sem vann Meistarakeppnina ekki tekist að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórum mánuðum síðar. Undanfarin sex ár hafa meistarar meistaranna þurft að sætta sig við silfrið á Íslandsmótinu og þar á undan enduðu meistarar meistaranna í 4. og 3. sæti. Það má sjá allan listann yfir gengi meistara meistaranna í úrvalsdeildinni sama sumar. Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki síðustu tíu ár: 2020 - Selfoss - ???? 2019 - Breiðablik - 2. sæti í deildinni sumarið 2019 2018 - Þór/KA - 2. sæti 2017 - Breiðablik - 2. sæti 2016 - Breiðablik - 2. sæti 2015 - Stjarnan - 2. sæti 2014 - Breiðablik - 2. sæti 2013 - Þór/KA - 4. sæti 2012 - Stjarnan - 3. sæti 2011 - Valur - 2. sæti 2010 - Valur - Íslandsmeistari Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Það er alvöru reynsla í leikmannahópi Íslandsmeistara Vals enda fimm tvö hundruð leikja leikmenn í liðinu í sumar og sá sjötti gæti bæst í hópinn. 7. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Pepsi Max deild kvenna fær 233 landsleikja innspýtingu í sumar þegar þrjá reynslumiklar landsliðskonur snúa aftur heim og engin þeirra fór í Íslandsmeistaralið Vals sem ætti að gera deildina enn meira spennandi. 6. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Þrjár af mestu markadrottningum úrvalsdeildar kvenna síðustu ár eru horfnar á braut en samtals hafa þær skorað 445 mörk í efstu deild. 5. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Blikakonur hafa endað síðustu sex tímabil í verðlaunasæti og eru farin að nálgast þau lið sem hafa verið lengst í einu meðal þeirra tveggja bestu í sögu deildarinnar. 4. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 9 daga: Meisturunum hefur ekki verið spá titlinum síðustu fjögur ár Það hefur ekki verið auðvelt að spá fyrir um það undanfarin ár hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. 3. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Fjórir kvenþjálfarar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í sögu efstu deildar kvenna og ein af þeim hefur unnið fleiri titla en allir aðrir. 2. júní 2020 13:30 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Selfosskonur unnu sinn fyrsta stóra titil síðasta haust þegar þær urðu bikarmeistarar á Laugardalsvellinum. Um helgina fóru þær aftur í góða ferð í höfuðborgina og höfðu með sér til baka á Suðurlandið sjálfan Meistarabikar KSÍ. Selfoss varð meistari meistaranna eftir 2-1 endurkomusigur á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ og það á þeirra eigin heimavelli á Hlíðarenda. Fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir skoraði sigurmarkið fyrir Selfoss með laglegu langskoti í seinni hálfleik. Selfosskonur hafa ekkert farið leynt með markmið sín í sumar og segjast hafa sett stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Þessi sigur á Val gerir ekkert annað en að styðja við þau háleitu markmið. Það fylgir hins vegar máli að það hefur ekki boðað gott að verða meistari meistaranna í kvennaflokki undanfarin ár. Það þarf meira að segja að fara heil tíu ár aftur í tímann til að vinna lið sem fylgdi eftir sigri í Meistarakeppni KSÍ um vorið með Íslandsmeistaratitli um haustið. Síðasta liðið til að vinna báða þessa titla á sama ári var Valsliðið sumarið 2010. Valsliðið var þá með langbesta liðið og vann deildina með átta stigum og bikarkeppnina að auki. Undanfarin níu tímabil hefur liðið sem vann Meistarakeppnina ekki tekist að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórum mánuðum síðar. Undanfarin sex ár hafa meistarar meistaranna þurft að sætta sig við silfrið á Íslandsmótinu og þar á undan enduðu meistarar meistaranna í 4. og 3. sæti. Það má sjá allan listann yfir gengi meistara meistaranna í úrvalsdeildinni sama sumar. Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki síðustu tíu ár: 2020 - Selfoss - ???? 2019 - Breiðablik - 2. sæti í deildinni sumarið 2019 2018 - Þór/KA - 2. sæti 2017 - Breiðablik - 2. sæti 2016 - Breiðablik - 2. sæti 2015 - Stjarnan - 2. sæti 2014 - Breiðablik - 2. sæti 2013 - Þór/KA - 4. sæti 2012 - Stjarnan - 3. sæti 2011 - Valur - 2. sæti 2010 - Valur - Íslandsmeistari
Sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki síðustu tíu ár: 2020 - Selfoss - ???? 2019 - Breiðablik - 2. sæti í deildinni sumarið 2019 2018 - Þór/KA - 2. sæti 2017 - Breiðablik - 2. sæti 2016 - Breiðablik - 2. sæti 2015 - Stjarnan - 2. sæti 2014 - Breiðablik - 2. sæti 2013 - Þór/KA - 4. sæti 2012 - Stjarnan - 3. sæti 2011 - Valur - 2. sæti 2010 - Valur - Íslandsmeistari
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Það er alvöru reynsla í leikmannahópi Íslandsmeistara Vals enda fimm tvö hundruð leikja leikmenn í liðinu í sumar og sá sjötti gæti bæst í hópinn. 7. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Pepsi Max deild kvenna fær 233 landsleikja innspýtingu í sumar þegar þrjá reynslumiklar landsliðskonur snúa aftur heim og engin þeirra fór í Íslandsmeistaralið Vals sem ætti að gera deildina enn meira spennandi. 6. júní 2020 12:00 Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Þrjár af mestu markadrottningum úrvalsdeildar kvenna síðustu ár eru horfnar á braut en samtals hafa þær skorað 445 mörk í efstu deild. 5. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Blikakonur hafa endað síðustu sex tímabil í verðlaunasæti og eru farin að nálgast þau lið sem hafa verið lengst í einu meðal þeirra tveggja bestu í sögu deildarinnar. 4. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 9 daga: Meisturunum hefur ekki verið spá titlinum síðustu fjögur ár Það hefur ekki verið auðvelt að spá fyrir um það undanfarin ár hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. 3. júní 2020 13:30 Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Fjórir kvenþjálfarar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í sögu efstu deildar kvenna og ein af þeim hefur unnið fleiri titla en allir aðrir. 2. júní 2020 13:30 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Það er alvöru reynsla í leikmannahópi Íslandsmeistara Vals enda fimm tvö hundruð leikja leikmenn í liðinu í sumar og sá sjötti gæti bæst í hópinn. 7. júní 2020 12:00
Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Pepsi Max deild kvenna fær 233 landsleikja innspýtingu í sumar þegar þrjá reynslumiklar landsliðskonur snúa aftur heim og engin þeirra fór í Íslandsmeistaralið Vals sem ætti að gera deildina enn meira spennandi. 6. júní 2020 12:00
Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Þrjár af mestu markadrottningum úrvalsdeildar kvenna síðustu ár eru horfnar á braut en samtals hafa þær skorað 445 mörk í efstu deild. 5. júní 2020 13:30
Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Blikakonur hafa endað síðustu sex tímabil í verðlaunasæti og eru farin að nálgast þau lið sem hafa verið lengst í einu meðal þeirra tveggja bestu í sögu deildarinnar. 4. júní 2020 13:30
Pepsi Max kvenna eftir 9 daga: Meisturunum hefur ekki verið spá titlinum síðustu fjögur ár Það hefur ekki verið auðvelt að spá fyrir um það undanfarin ár hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. 3. júní 2020 13:30
Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Fjórir kvenþjálfarar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í sögu efstu deildar kvenna og ein af þeim hefur unnið fleiri titla en allir aðrir. 2. júní 2020 13:30