Lífið

Hús Michael Jordan hefur hríðlækkað í verði og verið á sölu í átta ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið hefur verið fjallað um Michael Jordan síðustu vikur og þá sérstaklega eftir að heimildarþættirnir The Last Dance komu út.
Mikið hefur verið fjallað um Michael Jordan síðustu vikur og þá sérstaklega eftir að heimildarþættirnir The Last Dance komu út. Mynd/skjáskot úr The Last Dance.

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefur verið með villu sína í Chicago á sölu í átta ár og eignin einfaldlega selst ekki. 

Til að byrja með var ásett verð 29 milljónir dollarar eða því sem samsvarar 3,9 milljarðar íslenskra króna. Í dag er það á sölu fyrir 14,9 milljónir dollara.

Húsið er um 3000 fermetrar að stærð en í því eru níu svefnherbergi, 19 baðherbergi, körfuboltavöllur í fullri stærð, sundlaug, golfflöt, tennisvöllur og falleg betri stofa með biljarðborði.

Allt húsið er merkt bak og fyrir með merkjum Michael Jordan. Annað hvort fræga Air Jordan merkið eða númerið 23.

YouTube-notandinn Nicki Swift telur aftur á móti að merkingarnar spili stóran þátt í því að fólk hafi ekki áhuga á eigninni, þar sem erfitt væri að gera húsið að sínu. Jordan býr í dag í Jupiter í Flórída og á hann eignin víðsvegar um Bandaríkin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×