„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:58 Guðni Th. og Guðmundur Franklín tókust á í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld Vísir/Sigurjón „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. „Nei,“ kallaði Guðni fram. „Ég er stoltur Íslendingur og þykir í raun leitt að þessi umræða sé á þessu plani en gott og vel. Ég hef verið stoltur af því að gegna þessu embætti. Hvern einasta dag finn ég hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands og njóta til þess trausts yfirgnæfandi meirihluta landsmanna, dag hvern.“ „Við verðum að geta nýtt tungumálið þannig að við getum talað í myndlíkingum sjáðu til Guðmundur Franklín Jónsson.“ „Rasismi er enskt orð sjáðu til,“ greip Guðmundur fram í. „Ég er að tala hér og nú verður þú að hlusta,“ svaraði Guðni. „Hvað með rasismann? Þú kallar Íslendinga rasista!“ „Nú hef ég aldrei kallað Íslendinga rasista,“ svaraði Guðni. Á þessum tímapunkti þurftu spyrlar þáttarins að grípa fram í og minna Guðmund á að virða svarrétt mótframbjóðanda síns. Klippa: Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld? Þá var komið að því að Guðni spyrði Guðmund Franklín sinnar síðari spurningar og varð hún þessi. „Hvers skal spyrja. Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ spurði forsetinn. „Já, ég er það.“ Brotið úr umræðuþættinum má sjá ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira