Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 14:30 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Aðsend/Olís Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma. Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira