Pétur Jóhann biðst afsökunar á myndbandinu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:12 Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar. Vísir Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. Hann segist hafa lært af málinu og þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. „Myndband sem var tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa,“ skrifar Pétur. Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og ritaði Sema Erla Serdar langa færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi myndbandið og hegðun þeirra sem þar voru og hlógu með. Sagði hún myndbandið skýrt dæmi um rasíska hegðun sem væri enn rótgróin í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um fordómafullt „grín“ og þá fordóma sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir hér á landi. Ein þeirra sem tjáði sig um þá var hin 21 árs gamla Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem er fædd og uppalin á Íslandi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Díana slíkt vera algengt hér á landi. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma og þekki marga í sömu stöðu. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06 Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. Hann segist hafa lært af málinu og þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. „Myndband sem var tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa,“ skrifar Pétur. Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og ritaði Sema Erla Serdar langa færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi myndbandið og hegðun þeirra sem þar voru og hlógu með. Sagði hún myndbandið skýrt dæmi um rasíska hegðun sem væri enn rótgróin í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um fordómafullt „grín“ og þá fordóma sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir hér á landi. Ein þeirra sem tjáði sig um þá var hin 21 árs gamla Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem er fædd og uppalin á Íslandi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Díana slíkt vera algengt hér á landi. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma og þekki marga í sömu stöðu. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06 Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06
Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42