Dusty hefja leika á Norður-Evrópu mótinu í League of Legends og verða í beinni á BBC Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 13:30 Dusty hefur leik í alvöru stórmóti í kvöld. vísir Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum). Rafíþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum).
Rafíþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport