Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:28 Skjálftavirkni hefur verið mikil á svæðinu. Veðurstofa Íslands Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Tveir stærstu skjálftarnir urðu klukkan 15:05 og 19:26 og mældust 5,4 og 5,6 að stærð. Íbúar á Norðurlandi fundu vel fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki bárust í kjölfar hans. Jarðskjálftinn fannst alla leið vestur í Dalasýslu á Ísafirði og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. Eftir skjálftann varð mikið grjóthrun úr fjallshlíðum á Norðurlandi og varaði lögreglan ferðafólk sérstaklega við hættu sem því gæti fylgt. Aukið eftirlit verður með svæðinu ef ske kynni að ástandið færi að ógna heilsu eða öryggi fólks á svæðinu. Fólk er jafnframt hvatt til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta sé það á þekktum jarðskjálftasvæðum. Í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu. Líkur eru á að fleiri stórir skjálftar verði en í samtali við fréttastofu í gærkvöldi sagði sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni að svona hrinur ættu það til að standa yfir í dálítið langan tíma. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. 20. júní 2020 16:57 Engar tilkynningar um tjón eða slys Engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki hafa borist á borð Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir landið á áttunda tímanum í kvöld. 20. júní 2020 20:59 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Tveir stærstu skjálftarnir urðu klukkan 15:05 og 19:26 og mældust 5,4 og 5,6 að stærð. Íbúar á Norðurlandi fundu vel fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki bárust í kjölfar hans. Jarðskjálftinn fannst alla leið vestur í Dalasýslu á Ísafirði og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. Eftir skjálftann varð mikið grjóthrun úr fjallshlíðum á Norðurlandi og varaði lögreglan ferðafólk sérstaklega við hættu sem því gæti fylgt. Aukið eftirlit verður með svæðinu ef ske kynni að ástandið færi að ógna heilsu eða öryggi fólks á svæðinu. Fólk er jafnframt hvatt til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta sé það á þekktum jarðskjálftasvæðum. Í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu. Líkur eru á að fleiri stórir skjálftar verði en í samtali við fréttastofu í gærkvöldi sagði sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni að svona hrinur ættu það til að standa yfir í dálítið langan tíma.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. 20. júní 2020 16:57 Engar tilkynningar um tjón eða slys Engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki hafa borist á borð Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir landið á áttunda tímanum í kvöld. 20. júní 2020 20:59 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31
Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. 20. júní 2020 16:57
Engar tilkynningar um tjón eða slys Engar tilkynningar um tjón eða slys á fólki hafa borist á borð Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir landið á áttunda tímanum í kvöld. 20. júní 2020 20:59