Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. júní 2020 21:17 Frá Siglufirði í dag Vísir/ Jóhann K. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrulega óvissuástand en að öðru leyti veit maður ósköp lítið. Reynir bara að vera tilbúinn fyrir það sem gæti gerst, hvað sem það nú verður. Eðlilega er fólki brugðið en á sama tíma heldur það ró sinni og yfirvegun,“ sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 en íbúar sveitarfélagsins hafa, líkt og íbúar víðar á Norðurlandi, fundið fyrir náttúruöflunum í formi mikillar jarðskjálftavirkni síðustu daga. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fundaði á svæðinu í dag og segir Elías að farið hafi verið yfir stöðuna, hvar upptök skjálftanna eru og hvort þeir nálgist Húsavík. Elías sagði sveitarfélögin á Tröllaskaga vera eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta. „Algjörlega, ég tel þau eins reiðubúin og þú getur verið undir svona mikla óvissu,“ sagði bæjarstjórinn. Almannavarnir hafa hvatt íbúa á skjálftasvæðum til þess að vera á varðbergi þar sem ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Frá því að jarðskjálftahrinan hófst á föstudagskvöld hafa yfir 2000 skjálftar mælst og þar af yfir 70 sem mældust stærri en 3,0. „Við verðum bara að búa okkur undir það að gætu orðið stærri skjálftar á svæðinu. Við vitum það að stærri skjálftar þeir koma í framhaldi af svona hrinum. Við erum með ágætisheimildir um náttúruöflin,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Náttúruvárvöktun Veðurstofunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ofanflóðasérfræðinga á Akureyri í dag og flaug með á svæðið til þess að meta aðstæður í fjöllum þar sem grjót hefur hrunið. Þá er varðskipið Þór væntanlegt frá Ísafirði inn í Eyjafjörð til þess að vera til taks komi harðari skjálftar. TF-EIR er mætt á norðurlandið.Vísir/Jóhann K. Fréttastofa ræddi við íbúa og gesti á Siglufirði í dag og höfðu viðmælendur mismunandi sögu að segja frá upplifun sinni af skjálftahrinunni. „Ég var bara að dansa og eitthvað, svo allt í einu byrjaði ég að hristast og ég vissi ekki hvað var að gerast. Svo kíkti ég á rúðurnar og þær voru byrjaðar að hristast svo þegar hann var búinn þá spurði ég ömmu mína hvað þetta hafi verið, því ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta,“ sagði Birgitta Elín Guðlaugsdóttir en amma hennar, Erla Svanbergsdóttir, sagðist ekki hafa vaknað við smáskjálftana í nótt en segir að skjálftarnir hafi verið sterkir í gær. „Þeir voru sterkir í gær, með miklum hávaða og látum og það er það sem að fer svolítið í mann,“ sagði Erla. „Eftir einn kippinn í gær þá tókum við niður myndir og úr hillum og svoleiðis,“ sagði Guðjón Jóhannsson sem var að vinna í stiga þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Hann sagðist ekkert hugsa um það hvort jarðskjálfti geti orðið á meðan. „Maður hugsar ekkert um það, það var áðan smákippur,“ sagði Guðjón og kvaðst ekki hafa orðið var við það að íbúar eða gestir á Siglufirði væru skelkaðir vegna stöðunnar. „Ég er bara að mála.“ Guðjón var óhræddur við jarðskjálftana og málaði eins og óður maður í dag.Vísir/ Jóhann K. Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði þá að eitthvað hefði verið um tilkynningar um tjón eftir skjálftann. „Það var eitthvað af því að brotnað hafi glerdót og hrunið af veggjum og svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það er ákveðinn kvíði í fólki því verður ekki neitað. Hræðsla er ábyggilega fyrir hendi þó menn vilji ekki viðurkenna það svona almennt. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrulega óvissuástand en að öðru leyti veit maður ósköp lítið. Reynir bara að vera tilbúinn fyrir það sem gæti gerst, hvað sem það nú verður. Eðlilega er fólki brugðið en á sama tíma heldur það ró sinni og yfirvegun,“ sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í Fjallabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 en íbúar sveitarfélagsins hafa, líkt og íbúar víðar á Norðurlandi, fundið fyrir náttúruöflunum í formi mikillar jarðskjálftavirkni síðustu daga. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra fundaði á svæðinu í dag og segir Elías að farið hafi verið yfir stöðuna, hvar upptök skjálftanna eru og hvort þeir nálgist Húsavík. Elías sagði sveitarfélögin á Tröllaskaga vera eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta. „Algjörlega, ég tel þau eins reiðubúin og þú getur verið undir svona mikla óvissu,“ sagði bæjarstjórinn. Almannavarnir hafa hvatt íbúa á skjálftasvæðum til þess að vera á varðbergi þar sem ekki er hægt að útiloka stærri skjálfta. Frá því að jarðskjálftahrinan hófst á föstudagskvöld hafa yfir 2000 skjálftar mælst og þar af yfir 70 sem mældust stærri en 3,0. „Við verðum bara að búa okkur undir það að gætu orðið stærri skjálftar á svæðinu. Við vitum það að stærri skjálftar þeir koma í framhaldi af svona hrinum. Við erum með ágætisheimildir um náttúruöflin,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Náttúruvárvöktun Veðurstofunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ofanflóðasérfræðinga á Akureyri í dag og flaug með á svæðið til þess að meta aðstæður í fjöllum þar sem grjót hefur hrunið. Þá er varðskipið Þór væntanlegt frá Ísafirði inn í Eyjafjörð til þess að vera til taks komi harðari skjálftar. TF-EIR er mætt á norðurlandið.Vísir/Jóhann K. Fréttastofa ræddi við íbúa og gesti á Siglufirði í dag og höfðu viðmælendur mismunandi sögu að segja frá upplifun sinni af skjálftahrinunni. „Ég var bara að dansa og eitthvað, svo allt í einu byrjaði ég að hristast og ég vissi ekki hvað var að gerast. Svo kíkti ég á rúðurnar og þær voru byrjaðar að hristast svo þegar hann var búinn þá spurði ég ömmu mína hvað þetta hafi verið, því ég hef aldrei upplifað jarðskjálfta,“ sagði Birgitta Elín Guðlaugsdóttir en amma hennar, Erla Svanbergsdóttir, sagðist ekki hafa vaknað við smáskjálftana í nótt en segir að skjálftarnir hafi verið sterkir í gær. „Þeir voru sterkir í gær, með miklum hávaða og látum og það er það sem að fer svolítið í mann,“ sagði Erla. „Eftir einn kippinn í gær þá tókum við niður myndir og úr hillum og svoleiðis,“ sagði Guðjón Jóhannsson sem var að vinna í stiga þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Hann sagðist ekkert hugsa um það hvort jarðskjálfti geti orðið á meðan. „Maður hugsar ekkert um það, það var áðan smákippur,“ sagði Guðjón og kvaðst ekki hafa orðið var við það að íbúar eða gestir á Siglufirði væru skelkaðir vegna stöðunnar. „Ég er bara að mála.“ Guðjón var óhræddur við jarðskjálftana og málaði eins og óður maður í dag.Vísir/ Jóhann K. Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði þá að eitthvað hefði verið um tilkynningar um tjón eftir skjálftann. „Það var eitthvað af því að brotnað hafi glerdót og hrunið af veggjum og svoleiðis en ekkert alvarlegt. Það er ákveðinn kvíði í fólki því verður ekki neitað. Hræðsla er ábyggilega fyrir hendi þó menn vilji ekki viðurkenna það svona almennt.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira