Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Þróttur 2-2 | Þróttur náði í óvænt stig í Lautinni Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 21:30 Fylkiskonur unnu Selfoss á dögunum en gerðu óvænt jafntefli við Þrótt í kvöld. Vísir/Daníel Fylkir tók á móti Þrótti í Árbænum í dag. Heimakonur voru með 6 stig fyrir leikinn og leituðust við að bæta við sig sínum þriðja sigri í jafnmörgum leikjum á meðan gestirnir og nýliðarnar voru stigalausir. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur og eina markið kom í upphafi þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir kláraði auðveldlega færið sitt eftir góða sendingu frá Írisi Unu Þórðardóttur. Seinni hálfleikur var öllu fjörugri og tók það Þróttara ekki langa tíma að jafna metin en það gerði Stephanie Mariana Ribeiro með skalla eftir flottan undirbúning Lindu Líf Boama. Þetta var 3. mark Stephanie í sumar. Liðin skiptust á að sækja og komust í ákjósanlega stöður án þess að nýta sér það. Þegar uppbótartíminn var gefinn upp virtust liðin þurfa að sætta sig við skiptan hlut. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þá sitt annað mark í leiknum og það 3. í deildinni í ár en það var einkar laglegt. Bryndís lagði boltann fyrir sig fyrir utan teig þar sem hún hafði nóg pláss og dúndraði boltanum í slánna og inn. Fylkir virtist ætla að fara með sigur af hólmi en dramatíkin var ekki búin því tveimur mínútum síðar skoraði Mary Alice Vignola ekki síður laglegra mark og jafnaði á nýjan leik fyrir Þrótt. Í þetta sinn negldi hún boltanum í skeytin vel fyrir utan teig og allt trylltist á varamannabekk Þróttar. Lokatölur 2-2. Af hverju var jafntefli? Jafnteflið var líklega sanngjörn niðurstaða. Það var ekki mikið sem skildi liðin að í leiknum, bæði lið héldu boltanum ágætlega og fengu fín færi en ekki mörg nógu afgerandi til að hægt sé að segja að annað liðið hafi verið betra en hitt. Hinn hlutlausi áhorfandi fagnar því í dag, frábær mörkum í flottum leik. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að brjóta vörn andstæðingana niður í dag. Þetta var mikill baráttuleikur og það vantaði á tímum hugmyndaauðgi í sóknina. Sérstaklega í fyrri hálfleik náðu varnir liðanna nánast að loka algjörlega á allar sóknir og var hálfleikurinn því frekar bragðdaufur. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö flott mörk í dag og var það seinna virkilega flott. Hún er nú ásamt Stephanie Ribeiro næstmarkahæst í deildinni með 3 mörk. Þá átti Íris Una og Berglind Rós góðan leik í vörninni. Sigmundína Sara stóð vaktina vel eins og ávallt í vörn Þróttara og á hinum enda vallarins var Linda Líf Boama hættuleg og lagði upp eitt mark. Þá verður að nefna ótrúlegt mark Mary Alice Vignola sem bjargaði stigi fyrir Þróttara í dag og á hún mikið hrós skilið fyrir frábært mark. Hvað gerist næst? Þróttur er loksins komið á blað í deildinni en þetta verður ekkert auðveldara fyrir þær þar sem næsti leikur þeirra er gegn ógnarsterku liði Breiðabliks. Fylkir missteig sig í fyrsta skipti í sumar og bíður einnig erfitt verkefni þegar þær sækja heima Þór/KA á Akureyri. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var mjög ánægður með stigið eftir leikinn. Lokamínútur leiksins voru stórskemmtilegar og skoraði Mary Alice Vignola stórfenglegt mark til að jafna metin í uppbótartíma. „Þetta var ótrúlegt, það er ekki hægt að skrifa þetta. Við áttum stigið skilið, það var smá óreiða hjá okkur í lokin en við áttum stigið klárlega skilið og þvílíkt mark til að ná því.“ „Ég stóð beint fyrir aftan þetta og hálfa leið inni á vellinum. Ég vissi að hún gæti þetta og þetta var stórkostlegt.“ Þróttur átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og ógnaði ekki mikið en í seinni hálfleik var annar bragur á liðinu og voru þær fljótlega búnar að jafna metin. „Við höfðum trú á okkur. Í fyrri hálfleik vorum við of íhaldssöm, það var ekki mikil hreyfing án bolta. Það sást í fyrra marki okkar það sem við gerum best sem er að hreyfa okkur án bolta og spila hraðan bolta. Þetta þurfum við að halda áfram að gera.“ Þrátt fyrir góðar frammistöður í leikjunum þremur sem liðið hefur spilað er þetta fyrsta stig liðsins í sumar og segir Nik það algjörlega verðskuldað. „Stelpurnar hafa lagt sig allar fram í síðustu þremur leikjum, þetta er búin að vera mjög erfið byrjun á tímabilinu en þær eiga þetta skilið. Að koma til baka úr 1-0 og 2-1 í 2-2, þetta sýnir kraftinn og andann í liðinu en það væri ágætt að vera yfir á einhverjum tímapunkti í leikjum. En ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit.“ Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var fúll með niðurstöðuna í dag og sérstaklega með jöfnunarmarkið sem lið hans fékk á sig undir lok leiks. „Ég er svekktur með að fá þetta annað mark á mig og leikurinn spilaðist ekki alveg eins og við ætluðum að gera. Þó kannski ágætist kaflar inn á milli. Ég er bara hundsvekktur með að fá þetta mark nr. 2 á mig. Þetta var þvílíkur vinkill en við áttum aldrei að hleypa þeim inn í þetta.“ Kjartan vildi meina að leikplaninu hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir og að stelpurnar hefðu ekki spilað eins og þær ætluðu sér. „Við ætluðum að vera rólegri á boltanum og vera ekki alltaf að kýla honum eitthvað út í loftið. Mér fannst við full æstar þegar við vorum með boltann og flatar heilt yfir. Við þurfum að leggjast yfir þetta.“ „Ég hefði viljað taka 3 stig í dag en Þróttarar voru þrælgóðir.“ Sæunn Rós Ríkharðsdóttir lenti í hnémeiðslum seint í leiknum og virtust þau vera alvarleg en hún var flutt út af á börum og eftir lok var verið að undirbúa að flytja hana burt með sjúkrabíl. „Það er ekki vitað, þetta er þriðji leikmaður í meiðsl og ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Það er alveg klárt en við erum sem betur fer með nokkuð breiðan hóp, nú reynir á þær sem hafa staðið fyrir utan og fá tækifæri.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Þróttur Reykjavík
Fylkir tók á móti Þrótti í Árbænum í dag. Heimakonur voru með 6 stig fyrir leikinn og leituðust við að bæta við sig sínum þriðja sigri í jafnmörgum leikjum á meðan gestirnir og nýliðarnar voru stigalausir. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur og eina markið kom í upphafi þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir kláraði auðveldlega færið sitt eftir góða sendingu frá Írisi Unu Þórðardóttur. Seinni hálfleikur var öllu fjörugri og tók það Þróttara ekki langa tíma að jafna metin en það gerði Stephanie Mariana Ribeiro með skalla eftir flottan undirbúning Lindu Líf Boama. Þetta var 3. mark Stephanie í sumar. Liðin skiptust á að sækja og komust í ákjósanlega stöður án þess að nýta sér það. Þegar uppbótartíminn var gefinn upp virtust liðin þurfa að sætta sig við skiptan hlut. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þá sitt annað mark í leiknum og það 3. í deildinni í ár en það var einkar laglegt. Bryndís lagði boltann fyrir sig fyrir utan teig þar sem hún hafði nóg pláss og dúndraði boltanum í slánna og inn. Fylkir virtist ætla að fara með sigur af hólmi en dramatíkin var ekki búin því tveimur mínútum síðar skoraði Mary Alice Vignola ekki síður laglegra mark og jafnaði á nýjan leik fyrir Þrótt. Í þetta sinn negldi hún boltanum í skeytin vel fyrir utan teig og allt trylltist á varamannabekk Þróttar. Lokatölur 2-2. Af hverju var jafntefli? Jafnteflið var líklega sanngjörn niðurstaða. Það var ekki mikið sem skildi liðin að í leiknum, bæði lið héldu boltanum ágætlega og fengu fín færi en ekki mörg nógu afgerandi til að hægt sé að segja að annað liðið hafi verið betra en hitt. Hinn hlutlausi áhorfandi fagnar því í dag, frábær mörkum í flottum leik. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að brjóta vörn andstæðingana niður í dag. Þetta var mikill baráttuleikur og það vantaði á tímum hugmyndaauðgi í sóknina. Sérstaklega í fyrri hálfleik náðu varnir liðanna nánast að loka algjörlega á allar sóknir og var hálfleikurinn því frekar bragðdaufur. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö flott mörk í dag og var það seinna virkilega flott. Hún er nú ásamt Stephanie Ribeiro næstmarkahæst í deildinni með 3 mörk. Þá átti Íris Una og Berglind Rós góðan leik í vörninni. Sigmundína Sara stóð vaktina vel eins og ávallt í vörn Þróttara og á hinum enda vallarins var Linda Líf Boama hættuleg og lagði upp eitt mark. Þá verður að nefna ótrúlegt mark Mary Alice Vignola sem bjargaði stigi fyrir Þróttara í dag og á hún mikið hrós skilið fyrir frábært mark. Hvað gerist næst? Þróttur er loksins komið á blað í deildinni en þetta verður ekkert auðveldara fyrir þær þar sem næsti leikur þeirra er gegn ógnarsterku liði Breiðabliks. Fylkir missteig sig í fyrsta skipti í sumar og bíður einnig erfitt verkefni þegar þær sækja heima Þór/KA á Akureyri. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var mjög ánægður með stigið eftir leikinn. Lokamínútur leiksins voru stórskemmtilegar og skoraði Mary Alice Vignola stórfenglegt mark til að jafna metin í uppbótartíma. „Þetta var ótrúlegt, það er ekki hægt að skrifa þetta. Við áttum stigið skilið, það var smá óreiða hjá okkur í lokin en við áttum stigið klárlega skilið og þvílíkt mark til að ná því.“ „Ég stóð beint fyrir aftan þetta og hálfa leið inni á vellinum. Ég vissi að hún gæti þetta og þetta var stórkostlegt.“ Þróttur átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og ógnaði ekki mikið en í seinni hálfleik var annar bragur á liðinu og voru þær fljótlega búnar að jafna metin. „Við höfðum trú á okkur. Í fyrri hálfleik vorum við of íhaldssöm, það var ekki mikil hreyfing án bolta. Það sást í fyrra marki okkar það sem við gerum best sem er að hreyfa okkur án bolta og spila hraðan bolta. Þetta þurfum við að halda áfram að gera.“ Þrátt fyrir góðar frammistöður í leikjunum þremur sem liðið hefur spilað er þetta fyrsta stig liðsins í sumar og segir Nik það algjörlega verðskuldað. „Stelpurnar hafa lagt sig allar fram í síðustu þremur leikjum, þetta er búin að vera mjög erfið byrjun á tímabilinu en þær eiga þetta skilið. Að koma til baka úr 1-0 og 2-1 í 2-2, þetta sýnir kraftinn og andann í liðinu en það væri ágætt að vera yfir á einhverjum tímapunkti í leikjum. En ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit.“ Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var fúll með niðurstöðuna í dag og sérstaklega með jöfnunarmarkið sem lið hans fékk á sig undir lok leiks. „Ég er svekktur með að fá þetta annað mark á mig og leikurinn spilaðist ekki alveg eins og við ætluðum að gera. Þó kannski ágætist kaflar inn á milli. Ég er bara hundsvekktur með að fá þetta mark nr. 2 á mig. Þetta var þvílíkur vinkill en við áttum aldrei að hleypa þeim inn í þetta.“ Kjartan vildi meina að leikplaninu hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir og að stelpurnar hefðu ekki spilað eins og þær ætluðu sér. „Við ætluðum að vera rólegri á boltanum og vera ekki alltaf að kýla honum eitthvað út í loftið. Mér fannst við full æstar þegar við vorum með boltann og flatar heilt yfir. Við þurfum að leggjast yfir þetta.“ „Ég hefði viljað taka 3 stig í dag en Þróttarar voru þrælgóðir.“ Sæunn Rós Ríkharðsdóttir lenti í hnémeiðslum seint í leiknum og virtust þau vera alvarleg en hún var flutt út af á börum og eftir lok var verið að undirbúa að flytja hana burt með sjúkrabíl. „Það er ekki vitað, þetta er þriðji leikmaður í meiðsl og ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Það er alveg klárt en við erum sem betur fer með nokkuð breiðan hóp, nú reynir á þær sem hafa staðið fyrir utan og fá tækifæri.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti