Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 11:48 Lukka sést hér með hvítan hjálm í klettunum um helgina. Aðsend Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend
Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira