Fjórir á land við opnun Nessvæðisins í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2020 08:47 Flottur lax sem veiddist í gær við opnun Nessvæðisins í Laxá í Aðaldal Mynd: Nessvæðið FB Eitt af þeim svæðum sem togar til sín þá veiðimenn sem sækjast eftir stórlaxi er Nessvæðið í Laxá í Aðaldal. Þetta svæði er rómað fyrir hátt hlutfall stórlaxa og ég held að okkur sé óhætt að fullyrða án þess að hafa grafið djúpt í tölurnar að hvergi veiðist jafn margir laxar yfir 100 sm á hverju ári. Veiði hófst á svæðinu í gær og byrjunin lofar sannarlega góðu. Það komu fjórir laxar á land, allt stórlaxar eins og við var að búast. Veiðin á Laxársvæðinu fór hægt af stað en er komin í gang þar líka svo það er vonandi gott sumar framundan hjá veiðimönnum sem eiga daga framundan í Laxá. Eitthvað hefur verið af lausum stöngum á Laxársvæðinu en erfiðara hefur verið að komast að á Nesi en þeir sem einu sinni komast þar inn ríghalda í veiðileyfin eins og ormar á gulli enda ekkert skrítið þegar þú veist að næstu lax sem kemur á færið gæti verið þessi stóri sem þú ert búinn að bíða eftir. Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Eitt af þeim svæðum sem togar til sín þá veiðimenn sem sækjast eftir stórlaxi er Nessvæðið í Laxá í Aðaldal. Þetta svæði er rómað fyrir hátt hlutfall stórlaxa og ég held að okkur sé óhætt að fullyrða án þess að hafa grafið djúpt í tölurnar að hvergi veiðist jafn margir laxar yfir 100 sm á hverju ári. Veiði hófst á svæðinu í gær og byrjunin lofar sannarlega góðu. Það komu fjórir laxar á land, allt stórlaxar eins og við var að búast. Veiðin á Laxársvæðinu fór hægt af stað en er komin í gang þar líka svo það er vonandi gott sumar framundan hjá veiðimönnum sem eiga daga framundan í Laxá. Eitthvað hefur verið af lausum stöngum á Laxársvæðinu en erfiðara hefur verið að komast að á Nesi en þeir sem einu sinni komast þar inn ríghalda í veiðileyfin eins og ormar á gulli enda ekkert skrítið þegar þú veist að næstu lax sem kemur á færið gæti verið þessi stóri sem þú ert búinn að bíða eftir.
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði