Ætla að spila skemmtilegan sóknarbolta í sumar | Leiknir F. mætir Pepsi Max liði Stjörnunnar í kvöld Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 14:00 Brynjar stýrði Leikni til sigurs í 2. deildinni í fyrra. mynd/Austurfrétt Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar. Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar.
Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti