Óskar Hrafn: Holl áminning fyrir okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2020 22:09 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir að Kópavogsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla með 3-2 sigri á Keflavík. „Þetta var mjög sætt. Ég neita því ekki,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum. Þeir misstu svo tökin á leiknum í seinni hálfleik og lentu 1-2 undir. En tvö mörk frá Kristni Steindórssyni undir lokin tryggðu Breiðabliki sigurinn. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Kannski greip um sig tilfinning að það þyrfti ekki að hafa fyrir hlutunum. En menn voru rækilega minntir á það að þannig virkar fótboltinn ekki. Þú færð ekkert fyrir það hvað þú gerðir þremur mínútum áður,“ sagði Óskar. „Það þarf að vera kveikt á mönnum allan tímann, allar 90 mínúturnar. Þessi kafli í seinni hálfleik, sem var mjög slappur, er holl áminning um að það geta allir verið góðir ef hitt liðið leggur sig ekki fram.“ Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áttu Blikar einn aukagír inni og náðu að knýja fram sigur. „Menn fóru að hlaupa meira og gera þetta af aðeins meiri krafti. Þá skinu gæðin kannski í gegn. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í Breiðabliki. Menn ákváðu að bretta upp ermarnar og keyra af stað,“ sagði Óskar að endingu. Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir að Kópavogsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla með 3-2 sigri á Keflavík. „Þetta var mjög sætt. Ég neita því ekki,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum. Þeir misstu svo tökin á leiknum í seinni hálfleik og lentu 1-2 undir. En tvö mörk frá Kristni Steindórssyni undir lokin tryggðu Breiðabliki sigurinn. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Kannski greip um sig tilfinning að það þyrfti ekki að hafa fyrir hlutunum. En menn voru rækilega minntir á það að þannig virkar fótboltinn ekki. Þú færð ekkert fyrir það hvað þú gerðir þremur mínútum áður,“ sagði Óskar. „Það þarf að vera kveikt á mönnum allan tímann, allar 90 mínúturnar. Þessi kafli í seinni hálfleik, sem var mjög slappur, er holl áminning um að það geta allir verið góðir ef hitt liðið leggur sig ekki fram.“ Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áttu Blikar einn aukagír inni og náðu að knýja fram sigur. „Menn fóru að hlaupa meira og gera þetta af aðeins meiri krafti. Þá skinu gæðin kannski í gegn. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í Breiðabliki. Menn ákváðu að bretta upp ermarnar og keyra af stað,“ sagði Óskar að endingu.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45