Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. júní 2020 07:00 Mercedes-AMG E 63 S Limousine Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent