Ráðherra segir stöðuna þunga eftir lokun PCC Sylvía Hall og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2020 23:44 Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“ Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“
Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39