Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður forsetakosningunum í dag gerð skil en talning atkvæða hefst þegar kjörstöðum lokar klukkan tíu í kvöld. Fyrstu tölu munu berast eftir það. 

Við sjáum frambjóðendurna tvo, Guðna Th. Jóhannesson og Guðmund Franklín Jónsson greiða atkvæði þegar kjörstaðir opnuðu í morgun. Kosningavakt verður á fréttavefnum Vísi þar sem nýjustu tölur munu verða birtar um leið og þær berast.

Við höldum áfram að fjalla um brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag þar sem þrír létust og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega.

Við greinum einnig frá því að hjúkrunarfræðingar hafa samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning og telst hann nú samþykktur. Þá segjum við einnig frá því að Schengen-ríkin hafa ekki komið sér saman um lista þeirra landa sem verða velkomin þega ytri landamærin opnast 1. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×