Bakarí Kristínar brann til grunna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 08:20 Frá vettvangi brunans. Huy Bunleng News Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér. Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira