Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2020 13:30 Frá Secret Solstice hátíðinni á síðasta ári. Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Secret Solstice mun halda átta helga tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar í ár. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Í byrjun apríl var gefið út að hátíðin, sem átti að fara fram 26. til 28. júní síðastliðinn, hefði verið frestað fram til 25. til 27. júní 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Við sem stöndum að Secret Solstice hátíðinni ákváðum eftir að ljóst var að reglum um samkomur var létt af skemmtistöðum, að skipuleggja tónleikaröð í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi 30. Með því langar okkur bæði til þess að bæta einhverjum af þeim íslensku tónlistarmönnum sem áttu að spila á hátíðinni upp það tekjutap sem frestun hátíðarinnar veldur í sumar ásamt því að búa til vinnu fyrir það tæknifólk sem hefði annars unnið hjá okkur í sumar.“ Margir af helstu listamönnum landsins munu koma fram og þó að það kosti ekkert inn á tónleikana, býðst fólki að styrkja UNICEF. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum samstarfsaðila Secret Solstice. Fyrstu tónleikarnir fara fram núna um helgina og meðal þeirra sem koma fram er söngkonan Þórunn Antonía. „Eftir það munu fara fram tónleikar alla laugardaga og sunnudaga ásamt einhverjum föstudögum fram yfir Menningarnótt. Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menninngardagshátíðarinnar sem kynnt var nýlega. Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti 4 íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn.“ Skipuleggjendur vilja halda tónleikaröð til að bæta listamönnum og öðru starfsfólki tekjutapið vegna frestunar hátíðarinnar.Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Um er að ræða átta helgar, 17 tónleika og koma fram að minnsta kosti 64 listamenn og hljómsveitir. „Með frábærum stuðningi okkar samstarfsaðila getum við boðið upp á alla þessa tónleika frítt á meðan pláss er í garðinum og öruggt sé að við séum að hlýða Víði. Þó að frítt verði inn á tónleikana mun bæði gestum á Laugavegi og þeim sem horfa í gegnum net eða sjónvarp bjóðast að styrkja Unicef samtökin,“ segir í tilkynningunni. Næstu daga verður tilkynnt hvaða listamenn koma fram, en eftirtaldir listamenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í tónleikaröðinni: Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson) , Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar,Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear,Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir,Dread Lightly,Elín Ey, Elli Grill,Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe, Þórunn Antonía. Tónlist Secret Solstice Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Secret Solstice mun halda átta helga tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar í ár. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Í byrjun apríl var gefið út að hátíðin, sem átti að fara fram 26. til 28. júní síðastliðinn, hefði verið frestað fram til 25. til 27. júní 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Við sem stöndum að Secret Solstice hátíðinni ákváðum eftir að ljóst var að reglum um samkomur var létt af skemmtistöðum, að skipuleggja tónleikaröð í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi 30. Með því langar okkur bæði til þess að bæta einhverjum af þeim íslensku tónlistarmönnum sem áttu að spila á hátíðinni upp það tekjutap sem frestun hátíðarinnar veldur í sumar ásamt því að búa til vinnu fyrir það tæknifólk sem hefði annars unnið hjá okkur í sumar.“ Margir af helstu listamönnum landsins munu koma fram og þó að það kosti ekkert inn á tónleikana, býðst fólki að styrkja UNICEF. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum samstarfsaðila Secret Solstice. Fyrstu tónleikarnir fara fram núna um helgina og meðal þeirra sem koma fram er söngkonan Þórunn Antonía. „Eftir það munu fara fram tónleikar alla laugardaga og sunnudaga ásamt einhverjum föstudögum fram yfir Menningarnótt. Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menninngardagshátíðarinnar sem kynnt var nýlega. Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti 4 íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn.“ Skipuleggjendur vilja halda tónleikaröð til að bæta listamönnum og öðru starfsfólki tekjutapið vegna frestunar hátíðarinnar.Vísir/Friðrik Þór Haldórsson Um er að ræða átta helgar, 17 tónleika og koma fram að minnsta kosti 64 listamenn og hljómsveitir. „Með frábærum stuðningi okkar samstarfsaðila getum við boðið upp á alla þessa tónleika frítt á meðan pláss er í garðinum og öruggt sé að við séum að hlýða Víði. Þó að frítt verði inn á tónleikana mun bæði gestum á Laugavegi og þeim sem horfa í gegnum net eða sjónvarp bjóðast að styrkja Unicef samtökin,“ segir í tilkynningunni. Næstu daga verður tilkynnt hvaða listamenn koma fram, en eftirtaldir listamenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í tónleikaröðinni: Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson) , Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar,Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear,Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir,Dread Lightly,Elín Ey, Elli Grill,Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe, Þórunn Antonía.
Tónlist Secret Solstice Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00
Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. 25. febrúar 2020 13:00