Hobby áfram næst mest nýskráða ökutækið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júlí 2020 07:00 Hobby Excellent árgerð 2020 Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Alls var 1381 ökutæki nýskráð í júní í ár. Það er aukning um 84 ökutæki frá því í maí en einna mestur er munurinn á nýskráningu fólksbifreiða á milli mánaða. í maí voru nýskráðar 606 fólksbifreiðar en þær voru 836 í júní. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir undirtegund í júní 2020. Undirtegundir Þá voru 836 fólksbifreiðar nýskráðar og 145 hjólhýsi. Mest nýskráða undirtegundin var Outlander, með 74 nýskráningar, en nýskráðar Mitsubishi bifreiðar voru þó ekki eins margar eða 53. Þetta skýrist af því að nýskráð Can-Am Outlander fjórhjól voru 28 í júní. Mitsubishi Outlander var þrátt fyrir þetta einnig mest nýskráða staka undirtegundin. Suzuki Swift var í öðru sæti með 36 eintök og Toyota Rav4 í þriðja með 33 eintök. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækisflokkum í júní 2020. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í júní voru dísel knúin eða 381, næst flest bensín knúin, 366 og í þriðja sæti voru vélarlaus nýskráð ökutæki, 233. Ökutæki sem eingöngu eru knúin af dísel og bensíni voru því samtals 747. Vistvænni ökutæki sem hafa einhverskonar rafmótora eða ganga fyrir metan voru nýskráð í júní, 401. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent
Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Alls var 1381 ökutæki nýskráð í júní í ár. Það er aukning um 84 ökutæki frá því í maí en einna mestur er munurinn á nýskráningu fólksbifreiða á milli mánaða. í maí voru nýskráðar 606 fólksbifreiðar en þær voru 836 í júní. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir undirtegund í júní 2020. Undirtegundir Þá voru 836 fólksbifreiðar nýskráðar og 145 hjólhýsi. Mest nýskráða undirtegundin var Outlander, með 74 nýskráningar, en nýskráðar Mitsubishi bifreiðar voru þó ekki eins margar eða 53. Þetta skýrist af því að nýskráð Can-Am Outlander fjórhjól voru 28 í júní. Mitsubishi Outlander var þrátt fyrir þetta einnig mest nýskráða staka undirtegundin. Suzuki Swift var í öðru sæti með 36 eintök og Toyota Rav4 í þriðja með 33 eintök. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækisflokkum í júní 2020. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í júní voru dísel knúin eða 381, næst flest bensín knúin, 366 og í þriðja sæti voru vélarlaus nýskráð ökutæki, 233. Ökutæki sem eingöngu eru knúin af dísel og bensíni voru því samtals 747. Vistvænni ökutæki sem hafa einhverskonar rafmótora eða ganga fyrir metan voru nýskráð í júní, 401.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent