Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júlí 2020 07:00 Kia e-Soul Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 87 þúsund bíleigendur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fyrstu 90 dögum. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 87 þúsund bíleigendur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fyrstu 90 dögum. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent