Ný brú yfir Ölfusá gæti orðið tilbúin 2024 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2020 13:11 Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. L Mynd/Vegagerðin. Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00