Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2020 07:00 Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans. Umferð Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans.
Umferð Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent