Ætla aðeins að greina frá góðum fréttum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2020 15:29 Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika. Fjölmiðlar Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika.
Fjölmiðlar Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira