Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45