Athafnarkonan Manuela Ósk Harðardóttir og sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson eru nýtt par. Þetta kemur fram á DV.is.
Manuela sló í gegn fyrir nokkrum mánuðum í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hefur verið framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland síðustu ár.
Eiður hefur verið framleiðandi hjá Sagafilm og RVK Studios og rak á sínum tíma 800 bar á Selfossi. Hann kom að framleiðslu á Ófærð og Gullregn.
Samkvæmt DV byrjaði parið saman fyrir stuttu. Manuela var áður í sambandi með Jóni Eyþóri Gottskálkssyni, dansara.