Mokveiði í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2020 15:26 Reynir með lax úr Rangánum Mynd: Árni Baldursson FB Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í Eystri Rangá en það hefur aldrei veiðst jafnvel jafn snemma á tímbilinu í ánni. Flestum þótti það ansi gott þegar ekki nema fyrir viku síðan að áinn var að skila 40-50 löxum á dag og þá var strax haft á orði að besti tíminn í ánni sem er frá miðjum júlí gæti orðið mjög góður. Það hefur heldur betur ræst og gott betur. Gærdagurinn skilaði 102 löxum á land og það var mikið líf alls staðar í ánni. Þetta þýðir að hver stöng er að jafnaði með 5-6 laxa og þar fyrir utan eru menn að missa töluvert. Aldrei í sögu Eystri Rangár hefur veiðin farið svona vel af stað og það á bara eftir að bæta í því besti tíminn í ánni er eins og áður segir eftir miðjan júlí. Ágúst og september eru síðan mjög góðir líka en ef þetta er staðan þá er ljóst að þeir mánuðir ættu að verða góðir og að sama skapi held ég að Eystri sé hratt og óðfluga að ná flugi sem aflahæsta á landsins í sumar. Nái hún því á þessum takti á engin á eftir að ná henni. Það er bara þannig, Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í Eystri Rangá en það hefur aldrei veiðst jafnvel jafn snemma á tímbilinu í ánni. Flestum þótti það ansi gott þegar ekki nema fyrir viku síðan að áinn var að skila 40-50 löxum á dag og þá var strax haft á orði að besti tíminn í ánni sem er frá miðjum júlí gæti orðið mjög góður. Það hefur heldur betur ræst og gott betur. Gærdagurinn skilaði 102 löxum á land og það var mikið líf alls staðar í ánni. Þetta þýðir að hver stöng er að jafnaði með 5-6 laxa og þar fyrir utan eru menn að missa töluvert. Aldrei í sögu Eystri Rangár hefur veiðin farið svona vel af stað og það á bara eftir að bæta í því besti tíminn í ánni er eins og áður segir eftir miðjan júlí. Ágúst og september eru síðan mjög góðir líka en ef þetta er staðan þá er ljóst að þeir mánuðir ættu að verða góðir og að sama skapi held ég að Eystri sé hratt og óðfluga að ná flugi sem aflahæsta á landsins í sumar. Nái hún því á þessum takti á engin á eftir að ná henni. Það er bara þannig,
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði