Telur að endurskoða þurfi lagaákvæði um akstur utan vega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 10:59 Akstur utan vega getur valdið náttúruspjöllum. Mynd/Umhverfisstofnun Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan. Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira
Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira
Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41
„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13
Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21