Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 20:22 Örlygur Hnefill Örlygsson og Leonardo Piccione, báðir miklir Eurovision aðdáendur og veitingamenn á Jaja Ding Dong Húsavík Aðsend Barinn Jaja Ding Dong Húsavík var formlega opnaður í dag. Barinn, sem reistur var við Cape hotel í bænum, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. Myndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Hún er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið JaJa Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð „Húsvíkinganna“ sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar, líkt og atriðið hér fyrir neðan sýnir. „Það var þannig að þessi mynd kom í fangið á okkur Húsvíkingum, við vorum auðvitað viðloðandi þessar tökur í fyrra en vissum ekki hvernig myndin yrði. Svo fóru þeir svo fallega með bæinn okkar og við höfðum svo gaman að þessu að okkur langaði að gera eitthvað svona skemmtilegt í sumar. Og Íslendingarnir eru svo mikið að koma til okkar í sumar og úr varð að við réðumst í að smíða útibar hérna við hótelið, sem heitir Jaja Ding Dong Húsavík,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape hotel á Húsavík og eigandi hins nýja öldurhúss. Hann segir aðspurður að ekki hafi verið um annað nafn á barinn að ræða en Jaja Ding Dong. Aðra vísun í Eurovision-mynd Wills Ferrells má þó finna á barnum en þar er fáanlegur kokteill að nafni Double Trouble, líkt og lagið sem karakterar þeirra Ferrells og Rachel McAdams flytja í undankeppni Eurovision. Barinn opnaði í dag en hefur verið í smíðum síðan strax eftir að myndin kom út. „Við erum búin að vera hérna myrkanna á milli að smíða,“ segir Örlygur léttur í bragði. Líkt og áður segir er barinn utandyra og starfsemi hans því nokkuð háð veðri. Fyrsti dagurinn gekk vel í því samhengi, að sögn Örlygs. „Hann var mjög fínn í fjóra tíma, sól og blíða, en svo kom hellidemba. Það er samt allt í lagi, þegar það gerist bjóðum við öllum í bókastofuna hér á Cape hotel. Og sem betur fer er búið að vera mikil sól og blíða hjá okkur í sumar.“ Ég var fyrsti viðskiptavinur Jaja Ding Dong á Húsavík áðan 🤠 No big deal pic.twitter.com/MNMNWMIqd9— Hlynur Sigurdsson (@hlynurblaer) July 11, 2020 Örlygur segir að annars sé talsvert að gera hjá þeim á hótelinu nú í sumar. Innanlandsferðamennskan hafi tekið mikinn kipp síðustu vikur og fyrir um hálfum mánuði síðan hófu öll herbergi að fyllast á nær hverjum degi. „Við bjuggumst ekki við neinu en erum að fá rosalega skemmtilegt sumar. Íslendingar ferðast öðruvísi en erlendu ferðamennirnir. Þeir eru meira að fara í bæina og slappa af, þeir fara minna í fossa og á öll fjöll, þeir eru að skoða mannlífið meira. Þannig að það er önnur stemning. Ég er búinn að vera í þessu í fjórtán ár og þetta er skemmtilegasta „season“ sem ég hef verið í, það er rosalega skemmtilegur fílingur og fólk er létt á því,“ segir Örlygur. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00 Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Sjá meira
Barinn Jaja Ding Dong Húsavík var formlega opnaður í dag. Barinn, sem reistur var við Cape hotel í bænum, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. Myndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Hún er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið JaJa Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð „Húsvíkinganna“ sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar, líkt og atriðið hér fyrir neðan sýnir. „Það var þannig að þessi mynd kom í fangið á okkur Húsvíkingum, við vorum auðvitað viðloðandi þessar tökur í fyrra en vissum ekki hvernig myndin yrði. Svo fóru þeir svo fallega með bæinn okkar og við höfðum svo gaman að þessu að okkur langaði að gera eitthvað svona skemmtilegt í sumar. Og Íslendingarnir eru svo mikið að koma til okkar í sumar og úr varð að við réðumst í að smíða útibar hérna við hótelið, sem heitir Jaja Ding Dong Húsavík,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape hotel á Húsavík og eigandi hins nýja öldurhúss. Hann segir aðspurður að ekki hafi verið um annað nafn á barinn að ræða en Jaja Ding Dong. Aðra vísun í Eurovision-mynd Wills Ferrells má þó finna á barnum en þar er fáanlegur kokteill að nafni Double Trouble, líkt og lagið sem karakterar þeirra Ferrells og Rachel McAdams flytja í undankeppni Eurovision. Barinn opnaði í dag en hefur verið í smíðum síðan strax eftir að myndin kom út. „Við erum búin að vera hérna myrkanna á milli að smíða,“ segir Örlygur léttur í bragði. Líkt og áður segir er barinn utandyra og starfsemi hans því nokkuð háð veðri. Fyrsti dagurinn gekk vel í því samhengi, að sögn Örlygs. „Hann var mjög fínn í fjóra tíma, sól og blíða, en svo kom hellidemba. Það er samt allt í lagi, þegar það gerist bjóðum við öllum í bókastofuna hér á Cape hotel. Og sem betur fer er búið að vera mikil sól og blíða hjá okkur í sumar.“ Ég var fyrsti viðskiptavinur Jaja Ding Dong á Húsavík áðan 🤠 No big deal pic.twitter.com/MNMNWMIqd9— Hlynur Sigurdsson (@hlynurblaer) July 11, 2020 Örlygur segir að annars sé talsvert að gera hjá þeim á hótelinu nú í sumar. Innanlandsferðamennskan hafi tekið mikinn kipp síðustu vikur og fyrir um hálfum mánuði síðan hófu öll herbergi að fyllast á nær hverjum degi. „Við bjuggumst ekki við neinu en erum að fá rosalega skemmtilegt sumar. Íslendingar ferðast öðruvísi en erlendu ferðamennirnir. Þeir eru meira að fara í bæina og slappa af, þeir fara minna í fossa og á öll fjöll, þeir eru að skoða mannlífið meira. Þannig að það er önnur stemning. Ég er búinn að vera í þessu í fjórtán ár og þetta er skemmtilegasta „season“ sem ég hef verið í, það er rosalega skemmtilegur fílingur og fólk er létt á því,“ segir Örlygur.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00 Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Sjá meira
Katrín syngur lagið Húsavík með réttum íslenskum framburði Söngkonan Katrín Ýr birtir fallegt myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún flytur lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 7. júlí 2020 07:00
Söngatriði Eurovision-stjarnanna í kvikmynd Will Ferrell Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix á dögunum og er hún núna vinsælasta afþreyingarefnið á meðal Íslendinga á veitunni. 6. júlí 2020 10:29
Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00