Ytri Rangá að komast í gang Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2020 07:47 Flottur lax sem veiddist í Ytri Rangá í vikunni Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Ytri Rangá hefur loksins verið að koma inn eftir frekar rólega byrjun en besti tíminn í ánni er framundan. Það er ekkert óeðlilegt að Ytri Rangá komi inn á þessum tíma og í raun er þetta tíminn sem hún er yfirleitt að koma sterk inn. Það hafa verið að veiðast 30-40 laxar á dag og dagurinn í gær var með þeim betri hingað til en það er greinilega að koma smá kraftur í göngurnar. Heildarveiðin í ánni er 328 laxar en það er uppgefin tala frá síðasta miðvikudegi sem er svipuð veiði og hún var 2018 þegar áinn fór í 4.032 laxa. Það sumar var mjög dæmigert fyrir Ytri Rangá þegar um miðjan júlí veiðin fór á fullt og 500 laxa vikurnar sem áinn er þekkt fyrir ásamt systuránni duttu inn. Veiðitölur úr Ytri Rangá skekkjast líklega aðeins í sumar því þar eins og víða í öðrum ám eru fáir erlendir veiðimenn og margir hafa afboðað sig með stuttum fyrirvara. Þá er erfitt að selja þessar lausu stangir og það eru færri að veiða sem eðlilega hefur áhrif á heildarveiðina. Það er engu að síður gott líf í ánni og það verður spennandi að sjá hvað gerist þar næstu vikuna. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Ytri Rangá hefur loksins verið að koma inn eftir frekar rólega byrjun en besti tíminn í ánni er framundan. Það er ekkert óeðlilegt að Ytri Rangá komi inn á þessum tíma og í raun er þetta tíminn sem hún er yfirleitt að koma sterk inn. Það hafa verið að veiðast 30-40 laxar á dag og dagurinn í gær var með þeim betri hingað til en það er greinilega að koma smá kraftur í göngurnar. Heildarveiðin í ánni er 328 laxar en það er uppgefin tala frá síðasta miðvikudegi sem er svipuð veiði og hún var 2018 þegar áinn fór í 4.032 laxa. Það sumar var mjög dæmigert fyrir Ytri Rangá þegar um miðjan júlí veiðin fór á fullt og 500 laxa vikurnar sem áinn er þekkt fyrir ásamt systuránni duttu inn. Veiðitölur úr Ytri Rangá skekkjast líklega aðeins í sumar því þar eins og víða í öðrum ám eru fáir erlendir veiðimenn og margir hafa afboðað sig með stuttum fyrirvara. Þá er erfitt að selja þessar lausu stangir og það eru færri að veiða sem eðlilega hefur áhrif á heildarveiðina. Það er engu að síður gott líf í ánni og það verður spennandi að sjá hvað gerist þar næstu vikuna.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði