Innlent

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands

Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem reyndist 3 að stærð í suðaustanverðri Bárðarbungu og um klukkustund síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum sem mældist 3,3. 

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt varð síðan þriðji skjálftinn í stærri kantinum sem mældist 2,5 en hann varð 4,8 km austur af Bárðarbungu.

Síðast varð skjálfti yfir 3 að stærð í Bárðarbungu 14. júní síðastliðinn. Skjálftar af þessari stærðargráðu eru algengir í Bárðarbungu en á þessu ári hafa orðið tíu skjálftar sem allir mældust yfir þrír að stærð og jafnvel stærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×