Þær sem létust voru ekki í bílbeltum eða barnabílstól Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:16 Lögregla við vettvang slyssins við brúna yfir Núpsvötn. Vísir/jóhann k. Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir. Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir.
Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15