Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júlí 2020 21:51 Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar. Mynd/Þróttur „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05