Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 20:00 Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira