Heimilisofbeldismálum fjölgar um 30 prósent: Þolendur fallið fyrir eigin hendi á síðustu mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2020 20:20 Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heimilisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir að hafa verið stunginn í rassinn Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heimilisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir að hafa verið stunginn í rassinn Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira