Hyperion XP-1 vetnis-ofurbíll verður frumsýndur í ágúst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. júlí 2020 07:00 Útlínur Hyperion XP-1 Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum. Vistvænir bílar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent
Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum.
Vistvænir bílar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent