Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Heimsljós 17. júlí 2020 13:52 Ein af myndunum í skýrslunni, UNHCR/Hélène Caux Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. Ný skýrsla greinir frá því að rúmlega eitt prósent mannkyns standi nú frammi fyrir nauðungarflutningum, eða 1 af hverjum 97 einstaklingum, og sífellt færri af þeim sem flýja heimili sín geti snúið þangað aftur. Árleg skýrsla Flóttamannastofnunarinnar um Þróun á heimsvísu greinir frá því að við lok 2019 hafi fordæmalaus fjöldi einstaklinga verið á flótta, eða 79,5 milljónir. Þetta er hærri tala en Flóttamannastofnunin hefur nokkurn tíma áður séð. Í skýrslunni er einnig bent á minnkandi líkur flóttafólks til að komast úr erfiðum aðstæðum. Á tíunda áratug síðustu aldar sneru að meðaltali 1,5 milljónir flóttamanna heim á ári hverju. Undanfarinn áratug hefur þeim fækkað niður í um það bil 385 þúsund. „Við stöndum nú frammi fyrir breyttum aðstæðum þar sem nauðungarflutningar eru ekki aðeins algengari, heldur eru þeir ekki lengur aðeins skammvinnir eða tímabundið ástand,“ segir Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk búi við óvissu um árabil og hafi hvorki möguleika á að fara heim til sín né von um að skapa sér líf á nýjum stað. Í grundvallaratriðum þurfum við að tileinka okkur nýtt og opnara viðhorf gagnvart öllum sem eru á flótta ásamt því að leggja aukinn kraft í að leysa átök sem standa yfir árum saman og eru orsök mikilla þjáninga.“ Átta staðreyndir um nauðungarflutninga Að minnsta kosti 100 milljónir einstaklinga neyddust til að flýja heimili sín undanfarinn áratug og leita hælis annað hvort innan eða utan heimalandsins. Þetta eru fleiri en nemur öllum íbúafjöldi Egyptalands sem er fjórtánda fjölmennasta land heims. Nauðungaflutningar hafa næstum tvöfaldast frá 2010 (41 milljón þá, 79,5 milljónir nú). 80 prósent af vegalausum einstaklingum eru í löndum eða á svæðum sem glíma við mikið fæðuóöryggi og næringarskort – mörg þessara landa standa frammi fyrir hættuástandi vegna loftslagsáhættu eða náttúruhamfara. Rúmlega þrír fjórðu af flóttafólki í heiminum (77 prósent) flýja aðstæður sem hafa staðið yfir í langan tíma, til dæmis aðstæður í Afganistan sem hafa nú verið til staðar í næstum fimmtíu ár. Rúmlega átta af hverjum tíu flóttamönnum (85 prósent) eru í þróunarríkjum, yfirleitt nágrannalandi landsins sem þeir flúðu. Tveir þriðju hlutar einstaklinga sem flúðu yfir landamæri koma frá fimm löndum: Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður-Súdan og Mjanmar. Skýrslan um þróun á heimsvísu greinir frá helstu þjóðum þar sem einstaklingar eru vegalausir og á flótta, þar á meðal 5,6 milljónum palestínskra flóttamanna sem fá aðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ein grunnstoð heimsmarkmiðanna fyrir 2030, „Skiljum engin eftir“ („Leave no one behind“), nær nú einnig til flóttafólks, þökk sé nýju undirmarkmiði um flóttafólk sem hagtölunefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í mars á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Flóttamenn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. Ný skýrsla greinir frá því að rúmlega eitt prósent mannkyns standi nú frammi fyrir nauðungarflutningum, eða 1 af hverjum 97 einstaklingum, og sífellt færri af þeim sem flýja heimili sín geti snúið þangað aftur. Árleg skýrsla Flóttamannastofnunarinnar um Þróun á heimsvísu greinir frá því að við lok 2019 hafi fordæmalaus fjöldi einstaklinga verið á flótta, eða 79,5 milljónir. Þetta er hærri tala en Flóttamannastofnunin hefur nokkurn tíma áður séð. Í skýrslunni er einnig bent á minnkandi líkur flóttafólks til að komast úr erfiðum aðstæðum. Á tíunda áratug síðustu aldar sneru að meðaltali 1,5 milljónir flóttamanna heim á ári hverju. Undanfarinn áratug hefur þeim fækkað niður í um það bil 385 þúsund. „Við stöndum nú frammi fyrir breyttum aðstæðum þar sem nauðungarflutningar eru ekki aðeins algengari, heldur eru þeir ekki lengur aðeins skammvinnir eða tímabundið ástand,“ segir Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk búi við óvissu um árabil og hafi hvorki möguleika á að fara heim til sín né von um að skapa sér líf á nýjum stað. Í grundvallaratriðum þurfum við að tileinka okkur nýtt og opnara viðhorf gagnvart öllum sem eru á flótta ásamt því að leggja aukinn kraft í að leysa átök sem standa yfir árum saman og eru orsök mikilla þjáninga.“ Átta staðreyndir um nauðungarflutninga Að minnsta kosti 100 milljónir einstaklinga neyddust til að flýja heimili sín undanfarinn áratug og leita hælis annað hvort innan eða utan heimalandsins. Þetta eru fleiri en nemur öllum íbúafjöldi Egyptalands sem er fjórtánda fjölmennasta land heims. Nauðungaflutningar hafa næstum tvöfaldast frá 2010 (41 milljón þá, 79,5 milljónir nú). 80 prósent af vegalausum einstaklingum eru í löndum eða á svæðum sem glíma við mikið fæðuóöryggi og næringarskort – mörg þessara landa standa frammi fyrir hættuástandi vegna loftslagsáhættu eða náttúruhamfara. Rúmlega þrír fjórðu af flóttafólki í heiminum (77 prósent) flýja aðstæður sem hafa staðið yfir í langan tíma, til dæmis aðstæður í Afganistan sem hafa nú verið til staðar í næstum fimmtíu ár. Rúmlega átta af hverjum tíu flóttamönnum (85 prósent) eru í þróunarríkjum, yfirleitt nágrannalandi landsins sem þeir flúðu. Tveir þriðju hlutar einstaklinga sem flúðu yfir landamæri koma frá fimm löndum: Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður-Súdan og Mjanmar. Skýrslan um þróun á heimsvísu greinir frá helstu þjóðum þar sem einstaklingar eru vegalausir og á flótta, þar á meðal 5,6 milljónum palestínskra flóttamanna sem fá aðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Ein grunnstoð heimsmarkmiðanna fyrir 2030, „Skiljum engin eftir“ („Leave no one behind“), nær nú einnig til flóttafólks, þökk sé nýju undirmarkmiði um flóttafólk sem hagtölunefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í mars á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Flóttamenn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent