Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 22:41 Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Vísir/Andri Marinó „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ skrifar Guðmundur Þórður Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Facebook. Guðmundur var nokkuð harðorður í pistlinum sem hann birti á Facebook í kvöld og segist hann vart geta orða bundist vegna gangs mála í samningaviðræðum flugfreyja og Icelandair. „Icelandair á í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til áhrifa Covid-19 veirunnar. Líkja má þessu ástandi við hamfarir.“ Hann segir fyrirtæki um alla Evrópu og víðar freista þess að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af „þær hremmingar sem ganga yfir heimsbyggðina.“ „Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ skrifar Guðmundur. „Mér finnst að staðan sem er uppi almennt í heiminum sé fordæmalaus og eins og ég er búin að upplifa í Þýskalandi, ég bý þar, að þar er komin upp staða hjá fyrirtækjum að það er óhjákvæmilegt að leita leiða til að hagræða í rekstri og þá er hluti af pakkanum launahlutinn,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Þegar maður horfir á flugfélög sem hafa orðið fyrir stórkostlegri skerðingu á sínum tekjum að ef menn ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verður þá sé ég ekki annað en að allir þurfi að leggjast á árar í því.“ Hann segir verkalýðsforystuna hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir Guðmundur. Þá telji hann kjaraviðræður seinni tíma mál og ekki tímabært að slíkar viðræður fari fram þegar staðan sé svo slæm hjá flugfélögum. „Ég held það sé seinni tíma mál. Ég held að eins og staðan er núna að hún sé svo erfið að flugfélag sem er að reka stóran flota, þetta eru svo ofboðslega miklir fjármunir sem eru undir. Ég sé ekki annað en til að það sé hægt að bjarga þessu verði allar að leggjast á árar.“ „Covid er ekki að fara, fólk verður að gera sér grein fyrir að þetta er viðvarandi ástand. Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja,“ segir Guðmundur. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
„Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ skrifar Guðmundur Þórður Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Facebook. Guðmundur var nokkuð harðorður í pistlinum sem hann birti á Facebook í kvöld og segist hann vart geta orða bundist vegna gangs mála í samningaviðræðum flugfreyja og Icelandair. „Icelandair á í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til áhrifa Covid-19 veirunnar. Líkja má þessu ástandi við hamfarir.“ Hann segir fyrirtæki um alla Evrópu og víðar freista þess að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af „þær hremmingar sem ganga yfir heimsbyggðina.“ „Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ skrifar Guðmundur. „Mér finnst að staðan sem er uppi almennt í heiminum sé fordæmalaus og eins og ég er búin að upplifa í Þýskalandi, ég bý þar, að þar er komin upp staða hjá fyrirtækjum að það er óhjákvæmilegt að leita leiða til að hagræða í rekstri og þá er hluti af pakkanum launahlutinn,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Þegar maður horfir á flugfélög sem hafa orðið fyrir stórkostlegri skerðingu á sínum tekjum að ef menn ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verður þá sé ég ekki annað en að allir þurfi að leggjast á árar í því.“ Hann segir verkalýðsforystuna hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir Guðmundur. Þá telji hann kjaraviðræður seinni tíma mál og ekki tímabært að slíkar viðræður fari fram þegar staðan sé svo slæm hjá flugfélögum. „Ég held það sé seinni tíma mál. Ég held að eins og staðan er núna að hún sé svo erfið að flugfélag sem er að reka stóran flota, þetta eru svo ofboðslega miklir fjármunir sem eru undir. Ég sé ekki annað en til að það sé hægt að bjarga þessu verði allar að leggjast á árar.“ „Covid er ekki að fara, fólk verður að gera sér grein fyrir að þetta er viðvarandi ástand. Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja,“ segir Guðmundur.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54