Sjá fleiri atlögur að mannréttindum og lýðræði Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 10:39 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma. Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma.
Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02