Hænsnabóndi í Garðabæ segir skemmtilegt að halda hænur í borg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 21:00 Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2 Dýr Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira
Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2
Dýr Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira