Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2020 18:35 Forstjóri Icelandair svarar því ekki hvort til greina komi að flugfreyjum verði sagt upp aftur, samþykki þær ekki nýjan kjarasamning. Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. Flugfreyjufélagið átti frumkvæðið að fundi með Icelandair hjá ríkissáttasemjara í gær eftir að flugfélagið ákvað að slíta viðræðum og segja upp öllum flugfreyjum á föstudag. Sagðist fyrirtækið ætla að ganga til samninga við annan samningsaðila. „Það er á ábyrgð samningsaðila að gera allt sitt til að ná samningi. Við sáum þarna að við þyrftum að gefa allt í þetta, sem við gerðum,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Samningurinn byggir á þeim samningi sem flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum. Nýi samningurinn felur hins vegar m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum. Forstjóri Icelandair sagði að nýi samningurinn fæli í sér viðbótar hagræðingu fyrir félagið. Er þessi samningur þá verri fyrir ykkur en sá fyrri? „Á morgun eru kynningarfundir fyrir okkar félagsmenn og þar sem við munum fara í efnisatriði. Ég tel það rétt að félagsmenn okkar fái að heyra það beint frá okkur,“ segir Guðlaug. Þú getur þá ekki tjáð þig að svo stöddu hvort samningurinn sé betri eða verri fyrir ykkur en sá fyrri? „Nei, ekki að svo stöddu.“ Óttast þú að þessi ákvörðun Icelandair að slíta viðræðum og segja öllum flugfreyjum upp muni hræða flugfreyjur þannig að þær þori ekki öðru en að samþykkja þennan samning? „Þær uppsagnir sem tilkynntir voru á föstudag hafa verið dregnar til baka. Ég vona að við förum að sjá til sólar og getum farið að horfa fram á veginn eftir þetta,“ segir Guðlaug. Munt þú hvetja flugfreyjur til að samþykkja þennan samning? „Við skrifuðum undir þennan samning og að sjálfsögðu geri ég það.“ Spurð út í aukna vinnuskyldu flugfreyja segist Guðlaug ekki geta farið út í nákvæm efnisatriði samningsins. „Það er verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair. Það er vert að hafa í huga að kröfur Flugfreyjufélags Íslands eru engar. Við erum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að aðstoða félagið í gegnum þær hremmingar sem nú ganga.“ Forstjóri Icelandair segir samninginn fela í sér aukið vinnuframlag flugfreyja og hagræðingu fyrir félagið. Bogi Nils vonar að flugfreyjur samþykki samninginn. Vísir/Vilhelm „Það er samið um aukið vinnuframlag og eitthvað hærri laun. Þannig að félagið er að ná fram ákveðinni hagræðingu með þessum samningi,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en vildi ekki fara út í nákvæm atriði samningsins fyrr en hann hefur verið kynntur félagsmönnum Flugfreyjufélags Íslands. Fari svo að flugfreyjur felli samninginn, munu þið halda ykkar striki, segja öllum upp aftur og semja við annan aðila? „Ég trúi því nú ekki að þessi samningur verði felldur. Því miður þurftum við að grípa til ákveðinna aðgerða á föstudaginn því útlitið var þá að við kæmumst ekki lengra í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Það hefur verið okkar markmið númer 1, 2 og 3 að semja við Flugfreyjufélag Íslands. Við vonumst til þess núna að samningurinn verði samþykktur og við höldum áfram að vinna saman,“ segir Bogi. Ekki liggur fyrir hve margar flugfreyjur verða endurráðnar. „Við erum að setjast yfir það næstu daga og mun komast á hreint í þessari viku.“ Bogi segir samninga við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokast áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Hafa þessar bætur sett ykkur í spennitreyju þannig að þið getið ekki bakkað út úr samkomulaginu og skilað öllum vélunum? „Nei, bæturnar sem samið var um í fyrra hafa engin slík áhrif.“ Icelandair Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Forstjóri Icelandair svarar því ekki hvort til greina komi að flugfreyjum verði sagt upp aftur, samþykki þær ekki nýjan kjarasamning. Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. Flugfreyjufélagið átti frumkvæðið að fundi með Icelandair hjá ríkissáttasemjara í gær eftir að flugfélagið ákvað að slíta viðræðum og segja upp öllum flugfreyjum á föstudag. Sagðist fyrirtækið ætla að ganga til samninga við annan samningsaðila. „Það er á ábyrgð samningsaðila að gera allt sitt til að ná samningi. Við sáum þarna að við þyrftum að gefa allt í þetta, sem við gerðum,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.Vísir/Vilhelm Samningurinn byggir á þeim samningi sem flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum. Nýi samningurinn felur hins vegar m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum. Forstjóri Icelandair sagði að nýi samningurinn fæli í sér viðbótar hagræðingu fyrir félagið. Er þessi samningur þá verri fyrir ykkur en sá fyrri? „Á morgun eru kynningarfundir fyrir okkar félagsmenn og þar sem við munum fara í efnisatriði. Ég tel það rétt að félagsmenn okkar fái að heyra það beint frá okkur,“ segir Guðlaug. Þú getur þá ekki tjáð þig að svo stöddu hvort samningurinn sé betri eða verri fyrir ykkur en sá fyrri? „Nei, ekki að svo stöddu.“ Óttast þú að þessi ákvörðun Icelandair að slíta viðræðum og segja öllum flugfreyjum upp muni hræða flugfreyjur þannig að þær þori ekki öðru en að samþykkja þennan samning? „Þær uppsagnir sem tilkynntir voru á föstudag hafa verið dregnar til baka. Ég vona að við förum að sjá til sólar og getum farið að horfa fram á veginn eftir þetta,“ segir Guðlaug. Munt þú hvetja flugfreyjur til að samþykkja þennan samning? „Við skrifuðum undir þennan samning og að sjálfsögðu geri ég það.“ Spurð út í aukna vinnuskyldu flugfreyja segist Guðlaug ekki geta farið út í nákvæm efnisatriði samningsins. „Það er verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair. Það er vert að hafa í huga að kröfur Flugfreyjufélags Íslands eru engar. Við erum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að aðstoða félagið í gegnum þær hremmingar sem nú ganga.“ Forstjóri Icelandair segir samninginn fela í sér aukið vinnuframlag flugfreyja og hagræðingu fyrir félagið. Bogi Nils vonar að flugfreyjur samþykki samninginn. Vísir/Vilhelm „Það er samið um aukið vinnuframlag og eitthvað hærri laun. Þannig að félagið er að ná fram ákveðinni hagræðingu með þessum samningi,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en vildi ekki fara út í nákvæm atriði samningsins fyrr en hann hefur verið kynntur félagsmönnum Flugfreyjufélags Íslands. Fari svo að flugfreyjur felli samninginn, munu þið halda ykkar striki, segja öllum upp aftur og semja við annan aðila? „Ég trúi því nú ekki að þessi samningur verði felldur. Því miður þurftum við að grípa til ákveðinna aðgerða á föstudaginn því útlitið var þá að við kæmumst ekki lengra í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Það hefur verið okkar markmið númer 1, 2 og 3 að semja við Flugfreyjufélag Íslands. Við vonumst til þess núna að samningurinn verði samþykktur og við höldum áfram að vinna saman,“ segir Bogi. Ekki liggur fyrir hve margar flugfreyjur verða endurráðnar. „Við erum að setjast yfir það næstu daga og mun komast á hreint í þessari viku.“ Bogi segir samninga við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokast áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Hafa þessar bætur sett ykkur í spennitreyju þannig að þið getið ekki bakkað út úr samkomulaginu og skilað öllum vélunum? „Nei, bæturnar sem samið var um í fyrra hafa engin slík áhrif.“
Icelandair Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira