Myndband: Mini John Cooper Works GP fer Nürburgring á 8:03 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. júlí 2020 07:00 Mini John Cooper Works GP. Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent
Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent