400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:27 Íbúar í Grindavík hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð snarpur jarðskjálfti við Fagradalsfjall og fannst hann mjög víða á suðvesturhorninu að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Margir eftirskjálftar urðu í kjölfarið, þeir stærstu 3,4 og 3,5 að stærð eftir miðnætti og annar klukkan 05:46 sem var 4,6 að stærð. Eftirskjálftarnir fundust víða á suðvesturhorninu ef marka má tilkynningar til Veðurstofunnar. Um 400 tilkynningar bárust Veðurstofunni frá klukkan fjögur til sex í morgun. Þá var tilkynnt um grjóthrun í Festarfjalli um sex kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans en náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að það væri viðbúið. Smári Jökull Jónsson, íbúi í Grindavík, sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum og hann hafi jafnframt varað lengur en margir aðrir skjálftar á svæðinu undanfarið. Skjálftinn hafi „klárlega verið einn af þeim stærri“. „Það er búið að vera mikið af skjálftum hérna síðustu mánuðina en þessi var klárlega einn af þeim stærri. Það hristist allt vel hérna í húsinu. Svo þegar maður heyrir hluti hristast, þá veit maður að skjálftinn er stærri en venjulega,“ sagði Smári í samtali við Vísi eftir skjálftann. Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarið en á laugardagsmorgun mældist skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Annar skjálfti varð tveimur mínútum áður og mældist sá 3,2. Skjálftavirknin hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík eftir að landris hófst á Reykjanesskaganum í janúar og var lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þess.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
Jörð skalf við Grindavík í morgun Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,1 um fjóra kílómetra norður af Grindavík. 18. júlí 2020 07:21
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. 19. júlí 2020 07:17